„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“ Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 10:31 Hjónin Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru sammála um að fyrsta árið eftir greininguna hafi verið rosalegur rússibani. Vísir/Hulda Margrét Óladóttir Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. Hélt að greiningin væri ruglingur Hjónin Svavar og Berglind ræddu veikindi Svavars við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, þar sem þau fara yfir tímann síðan hann greindist en þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan. „Ég var alltaf að bíða eftir símtalinu að það væri verið að ruglast með einhverjar niðurstöður, var bara þar,“ segir Berglind eiginkona Svavars um viðbrögðin við greiningunni enda Svavar heilsusamlegur og ungur maður. Svavar er enn í dag að gera tónlist og saman reka þau Havarí gallerí og vefverslun. Fjölskyldan fluttu í bæinn síðasta sumar eftir sjö ár austur í Berufirði þar sem þau gerðu upp sveitabýlið Karlsstaði. Þar voru þau í ferðaþjónustu ásamt ýmiskonar matvælaframleiðslu. View this post on Instagram A post shared by Prins Póló (@prins.polo) Einn dag í einu Hjónin segja dagsdaglega lífið vera svipað og það var en auðvitað komi tímabil sem eru erfiðari en önnur. „Við erum rosa mikið einn dag í einu,“ segir Svavar. Krabbameinið breytti dýnamíkinni á heimilinu að því leiti að börnin reyna meira að hlífa Svavari við dagsdaglega amstrinu sem er meira beint til Berglindar en saman eiga þau þrjú börn. Svavar segir stóru draumana einnig hafa breyst töluvert eftir greininguna og eru markmiðin öðruvísi. „Stóri draumurinn er bara dagurinn sko sem þú lifir svo lengi sem að hann sé ekki alveg ömurlegur sá dagur. Auðvitað geta dagarnir verið alveg glataðir en þrátt fyrir allt þá eru þeir ekki margir dagarnir sem eru eitthvað í rusli,“segir hann um það hvernig draumarnir eru þessa dagana. Klippa: Fokk ég er með Krabbamein - Líf ertu að grínast? Prinsinn var ekki tilbúinn að kveðja Svavar reyndi að kveðja prinsinn sem er hans hliðarsjálf og listamannanafn á sínum tíma en ekki á þann hátt sem hann var búinn að sjá fyrir sér. „Ég ætlaði alltaf að kveðja hann með því að fara í Eurovision og hérna það hefur ekki gerst ennþá,“ segir hann og hlær og virðist Berglind vera frekar fegin að ekki hafi orðið að því. Prinsinn neitaði þó að hverfa á braut og er kórónan aftur á höfði Svavars í dag þar sem hann segir þörfina að búa til tónlist enn vera mikla. Berglind segist alsæl að hafa prinsinn með þeim áfram en hún segir hann lokka fram partýhliðina í Svavari og var hún ekki tilbúin að kveðja hann. „Mér finnst rosa gaman að setja á mig varalit og setja á mig kórónu og fara í eitthvað glis og naglalakka mig og fara í þennan karakter sko og það er líka bara hluti af því að týna ekki gleðinni,“ segir Svavar en þau Berglind tala um prinsinn í þriðju persónu og virðist þetta hliðarsjálf Svavars vera hluti af fjölskyldunni. Svavar segir prinsinn hjálpa sér að halda í gleðina, kaldhæðnina og honum finnst gott að geta tjáð sig í gegnum hann. View this post on Instagram A post shared by Prins Póló (@prins.polo) Erfiðu dagarnir Hjónin eru sammála um að fyrsta árið eftir greininguna hafi verið rosalegur rússibani og þau hafi verið frekar tætt og á dimmum stað. Berglind lýsir tímabilinu sem martröð og taugaáfalli sem ætlaði ekki að enda. „Manni fannst bara allt ónýtt og það bara væri búið að taka æskuna af börnunum og þú veist, ég myndi aldrei hlæja aftur,“ segir hún um fyrstu vikurnar. Í dag er kominn aðeins meiri stöðugleiki eftir greininguna og áfallið sem henni fylgdi og virðast þau búin að finna sinn takt þó að það sé dagamunur. „Ef ég finn að hún er ekki í stuði að þá bara er hún ekki í stuði og þá er hún í friði,“ segir Svavar sem segir að ef einn dettur í óstuð þá fær hann pláss til þess að vinna úr því. Hann segist einnig finna að það sé auðveldara að fara aftur á þann stað ef hann er mikið einn og með svigrúm til að ofhugsa hlutina. „Maður er alltaf að hugsa um dauðann sem manneskja“ segir Svavar sem upplifir mikla umræðu um krabbamein í samfélaginu. Hann segist hafa hugsað ósjálfrátt áður en hann greindist að hann hlyti að fá krabbamein og þegar það hafi komið segist hann hafa hugsað „já okei þá er komið að þessu“. View this post on Instagram A post shared by Prins Póló (@prins.polo) Litlu atriðin sem fóru í taugarnar horfin „Maður hættir að láta smáatriði skipta sig máli sem skiptu mann rosa miklu máli áður fyrr eru bara horfin í hversdagslífinu,“ segir Svavar um breytinguna sem á sér stað. Hann segir litlu hlutina eins og erfiðleika í samskiptum við aðra, umferðina og annað í hversdagslífinu sem pirraði hann áður hafa horfið. Hann segir það vera það jákvæða sem hafi komið út úr veikindunum. Berglind tekur undir það og telur þau jafnvel bera enn meiri virðingu fyrir fólki en þau gerðu áður því þau geri sér betur grein fyrir því að allir eigi sína sögu og séu að ganga í gegnum eitthvað. Hún segir það mikilvægt að mæta fólki af mýkt og virðingu því maður viti aldrei hvað er að gerast í lífinu hjá öðrum. Berglind er klettur Fyrir áramót kom tímabil það sem Svavar varð mjög veikur og segist hafa átt erfitt með að koma sér á lappir aftur eftir spítalavist. „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp,“ segir Berglind um tímabilið þar sem hún steig inn og tók stjórnina á aðstæðunum, leitaði hjálpar og hvatti Svavar áfram. Hún passar sig sem aðstandandi að reyna að forðast biturð og reiði og ef það er eitthvað sem henni finnst að mætti betur fara í ferlinu reynir hún að nota falleg orð til þess að koma því áleiðis. Berglind vill koma því til fólks sem er að fara í gegnum fyrstu vikurnar eftir greiningu að fara út að labba, þiggja alla hjálp sem er í boði og reyna að finna gleðina því hún komi aftur. Henni finnst mikilvægt að ræða upplifun þeirra hjóna til þess að geta hjálpað öðrum en sjálf hefði hún viljað hafa meiri aðgang að efni til að spegla sig í á þeim erfiða tíma. Sáttur með lífið Aðspurður um viðhorfið til framtíðarinnar og tímans sem hann á segir Svavar að framtíðardraumarnir séu orðnir minni. Hann segir það ekki endilega svo slæmt að hugsa ekki lengur jafn langt fram í tímann og vera meira í núinu. „Persónulega þá er rosa lítið eftir á þessum bucket lista,“ segir Svavar en hjónin eru búin að lifa hratt og upplifa mikið saman. Þau eru búin að vera dugleg að láta draumana rætast á öllum sínum árum saman síðan þau giftu sig árið 2004. Í dag segjast þau bæði vera sjúk í sól eins og lagið frá Prins póló sem samið er til Berglindar segir og stefna þau á að komast til Ítalíu um páskana og hjóla á milli ísbúða með börnunum og öðru góðu fólki og segja þau ferðina vera hálfgerða gulrót. View this post on Instagram A post shared by Prins Póló (@prins.polo) Markmið að vera á lífi Þó að hjónin séu jákvæð segjast þau hafa rætt dauðann og talað um skipulag jarðafarar þar sem ein af óskum Svavars er að ekki verði spiluð tónlist beint af Youtube. Svavar segist ekki vera hræddur við dauðann í dag en Berglind segist finna fyrir meiri ótta í tengslum við framtíðina og segist jafnvel ekki ennþá búin að meðtaka veikindin. Svavar vill ekki að tónlistin í jarðaförinni verði spilið beint af Youtube.Vísir/Hulda Margrét Óladóttir Svavar segist vera með það á markmiðalistanum að vera á lífi og hefur það verið á listanum frá því að hann greindist en hann hefur gert slíka lista í fjölda ára. Þau segjast vera þakklát fyrir fjölskylduna, vinina, lífið og aðstoðina sem þau hafa fengið frá fólkinu sínu í verkefninu. Í dag segjast hjónin njóta þess að vera saman, einn dag í einu. Hægt er að hlusta á viðtalið við þau Svavar og Berglindi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hlaðvarpið Fokk ég er með Krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi við Vísi. Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann „Maður er forréttindamanneskja að fá að vera í þessu starfi. Að fá að vera í þessu hlutverki og fá að sitja með þessu fólki,“ segir Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein. 4. mars 2022 14:15 Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hélt að greiningin væri ruglingur Hjónin Svavar og Berglind ræddu veikindi Svavars við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, þar sem þau fara yfir tímann síðan hann greindist en þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan. „Ég var alltaf að bíða eftir símtalinu að það væri verið að ruglast með einhverjar niðurstöður, var bara þar,“ segir Berglind eiginkona Svavars um viðbrögðin við greiningunni enda Svavar heilsusamlegur og ungur maður. Svavar er enn í dag að gera tónlist og saman reka þau Havarí gallerí og vefverslun. Fjölskyldan fluttu í bæinn síðasta sumar eftir sjö ár austur í Berufirði þar sem þau gerðu upp sveitabýlið Karlsstaði. Þar voru þau í ferðaþjónustu ásamt ýmiskonar matvælaframleiðslu. View this post on Instagram A post shared by Prins Póló (@prins.polo) Einn dag í einu Hjónin segja dagsdaglega lífið vera svipað og það var en auðvitað komi tímabil sem eru erfiðari en önnur. „Við erum rosa mikið einn dag í einu,“ segir Svavar. Krabbameinið breytti dýnamíkinni á heimilinu að því leiti að börnin reyna meira að hlífa Svavari við dagsdaglega amstrinu sem er meira beint til Berglindar en saman eiga þau þrjú börn. Svavar segir stóru draumana einnig hafa breyst töluvert eftir greininguna og eru markmiðin öðruvísi. „Stóri draumurinn er bara dagurinn sko sem þú lifir svo lengi sem að hann sé ekki alveg ömurlegur sá dagur. Auðvitað geta dagarnir verið alveg glataðir en þrátt fyrir allt þá eru þeir ekki margir dagarnir sem eru eitthvað í rusli,“segir hann um það hvernig draumarnir eru þessa dagana. Klippa: Fokk ég er með Krabbamein - Líf ertu að grínast? Prinsinn var ekki tilbúinn að kveðja Svavar reyndi að kveðja prinsinn sem er hans hliðarsjálf og listamannanafn á sínum tíma en ekki á þann hátt sem hann var búinn að sjá fyrir sér. „Ég ætlaði alltaf að kveðja hann með því að fara í Eurovision og hérna það hefur ekki gerst ennþá,“ segir hann og hlær og virðist Berglind vera frekar fegin að ekki hafi orðið að því. Prinsinn neitaði þó að hverfa á braut og er kórónan aftur á höfði Svavars í dag þar sem hann segir þörfina að búa til tónlist enn vera mikla. Berglind segist alsæl að hafa prinsinn með þeim áfram en hún segir hann lokka fram partýhliðina í Svavari og var hún ekki tilbúin að kveðja hann. „Mér finnst rosa gaman að setja á mig varalit og setja á mig kórónu og fara í eitthvað glis og naglalakka mig og fara í þennan karakter sko og það er líka bara hluti af því að týna ekki gleðinni,“ segir Svavar en þau Berglind tala um prinsinn í þriðju persónu og virðist þetta hliðarsjálf Svavars vera hluti af fjölskyldunni. Svavar segir prinsinn hjálpa sér að halda í gleðina, kaldhæðnina og honum finnst gott að geta tjáð sig í gegnum hann. View this post on Instagram A post shared by Prins Póló (@prins.polo) Erfiðu dagarnir Hjónin eru sammála um að fyrsta árið eftir greininguna hafi verið rosalegur rússibani og þau hafi verið frekar tætt og á dimmum stað. Berglind lýsir tímabilinu sem martröð og taugaáfalli sem ætlaði ekki að enda. „Manni fannst bara allt ónýtt og það bara væri búið að taka æskuna af börnunum og þú veist, ég myndi aldrei hlæja aftur,“ segir hún um fyrstu vikurnar. Í dag er kominn aðeins meiri stöðugleiki eftir greininguna og áfallið sem henni fylgdi og virðast þau búin að finna sinn takt þó að það sé dagamunur. „Ef ég finn að hún er ekki í stuði að þá bara er hún ekki í stuði og þá er hún í friði,“ segir Svavar sem segir að ef einn dettur í óstuð þá fær hann pláss til þess að vinna úr því. Hann segist einnig finna að það sé auðveldara að fara aftur á þann stað ef hann er mikið einn og með svigrúm til að ofhugsa hlutina. „Maður er alltaf að hugsa um dauðann sem manneskja“ segir Svavar sem upplifir mikla umræðu um krabbamein í samfélaginu. Hann segist hafa hugsað ósjálfrátt áður en hann greindist að hann hlyti að fá krabbamein og þegar það hafi komið segist hann hafa hugsað „já okei þá er komið að þessu“. View this post on Instagram A post shared by Prins Póló (@prins.polo) Litlu atriðin sem fóru í taugarnar horfin „Maður hættir að láta smáatriði skipta sig máli sem skiptu mann rosa miklu máli áður fyrr eru bara horfin í hversdagslífinu,“ segir Svavar um breytinguna sem á sér stað. Hann segir litlu hlutina eins og erfiðleika í samskiptum við aðra, umferðina og annað í hversdagslífinu sem pirraði hann áður hafa horfið. Hann segir það vera það jákvæða sem hafi komið út úr veikindunum. Berglind tekur undir það og telur þau jafnvel bera enn meiri virðingu fyrir fólki en þau gerðu áður því þau geri sér betur grein fyrir því að allir eigi sína sögu og séu að ganga í gegnum eitthvað. Hún segir það mikilvægt að mæta fólki af mýkt og virðingu því maður viti aldrei hvað er að gerast í lífinu hjá öðrum. Berglind er klettur Fyrir áramót kom tímabil það sem Svavar varð mjög veikur og segist hafa átt erfitt með að koma sér á lappir aftur eftir spítalavist. „Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp,“ segir Berglind um tímabilið þar sem hún steig inn og tók stjórnina á aðstæðunum, leitaði hjálpar og hvatti Svavar áfram. Hún passar sig sem aðstandandi að reyna að forðast biturð og reiði og ef það er eitthvað sem henni finnst að mætti betur fara í ferlinu reynir hún að nota falleg orð til þess að koma því áleiðis. Berglind vill koma því til fólks sem er að fara í gegnum fyrstu vikurnar eftir greiningu að fara út að labba, þiggja alla hjálp sem er í boði og reyna að finna gleðina því hún komi aftur. Henni finnst mikilvægt að ræða upplifun þeirra hjóna til þess að geta hjálpað öðrum en sjálf hefði hún viljað hafa meiri aðgang að efni til að spegla sig í á þeim erfiða tíma. Sáttur með lífið Aðspurður um viðhorfið til framtíðarinnar og tímans sem hann á segir Svavar að framtíðardraumarnir séu orðnir minni. Hann segir það ekki endilega svo slæmt að hugsa ekki lengur jafn langt fram í tímann og vera meira í núinu. „Persónulega þá er rosa lítið eftir á þessum bucket lista,“ segir Svavar en hjónin eru búin að lifa hratt og upplifa mikið saman. Þau eru búin að vera dugleg að láta draumana rætast á öllum sínum árum saman síðan þau giftu sig árið 2004. Í dag segjast þau bæði vera sjúk í sól eins og lagið frá Prins póló sem samið er til Berglindar segir og stefna þau á að komast til Ítalíu um páskana og hjóla á milli ísbúða með börnunum og öðru góðu fólki og segja þau ferðina vera hálfgerða gulrót. View this post on Instagram A post shared by Prins Póló (@prins.polo) Markmið að vera á lífi Þó að hjónin séu jákvæð segjast þau hafa rætt dauðann og talað um skipulag jarðafarar þar sem ein af óskum Svavars er að ekki verði spiluð tónlist beint af Youtube. Svavar segist ekki vera hræddur við dauðann í dag en Berglind segist finna fyrir meiri ótta í tengslum við framtíðina og segist jafnvel ekki ennþá búin að meðtaka veikindin. Svavar vill ekki að tónlistin í jarðaförinni verði spilið beint af Youtube.Vísir/Hulda Margrét Óladóttir Svavar segist vera með það á markmiðalistanum að vera á lífi og hefur það verið á listanum frá því að hann greindist en hann hefur gert slíka lista í fjölda ára. Þau segjast vera þakklát fyrir fjölskylduna, vinina, lífið og aðstoðina sem þau hafa fengið frá fólkinu sínu í verkefninu. Í dag segjast hjónin njóta þess að vera saman, einn dag í einu. Hægt er að hlusta á viðtalið við þau Svavar og Berglindi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hlaðvarpið Fokk ég er með Krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi við Vísi.
Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann „Maður er forréttindamanneskja að fá að vera í þessu starfi. Að fá að vera í þessu hlutverki og fá að sitja með þessu fólki,“ segir Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein. 4. mars 2022 14:15 Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56
Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann „Maður er forréttindamanneskja að fá að vera í þessu starfi. Að fá að vera í þessu hlutverki og fá að sitja með þessu fólki,“ segir Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein. 4. mars 2022 14:15
Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54