„Út í hött að bera mig saman við Messi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 15:01 Óhætt er að segja að menn hjá Barcelona séu spenntir fyrir framtíðinni með Pedro „Pedri“ Gonzalez. Getty/Eric Alonso Hver þarf Messi þegar þú ert með þennan strák? Það er aftur komin mikil bjartsýni í herbúðir Barcelona eftir dimma daga undanfarin misseri. Einn af sólargeislunum er Pedri. Pedri minnti á Lionel Messi í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að slá Galatasaray út úr sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Galatasaray hafði komist yfir í leiknum þegar Pedri tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Það voru samt allir að tala um mark Pedri. Pedri is too cold pic.twitter.com/Yhz6NWgQ15— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 Pedri fékk boltann í teignum og plataði tvo varnarmenn Galatasaray svo illa að þeir enduðu báðir á grasinu áður en strákurinn skoraði. Slík tilþrif í búningi Barcelona kalla náttúrulega bara á eina samlíkingu. „Ekki sjens,“ voru fyrstu viðbrögð Pedri þegar blaðamenn fóru að bera hann saman við Messi. Pedri isn't here for the Messi comparisons pic.twitter.com/qtvU5z9NYv— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 „Messi hefur skorað miklu betri mörk. Það er út í hött að bera mig saman við Messi,“ sagði Pedri. „Ég man eiginlega ekki eftir markinu svo ég verð að horfa á það aftur. Þetta er samt örugglega eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Hlutirnir koma bara til mín á fótboltavellinum og ég er heppinn að þurfa ekki að hugsa mikið,“ sagði Pedri. "I'll have to watch it again." @Pedri on his spectacular game-tying goal pic.twitter.com/c3CgzufeAE— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 18, 2022 Það er kannski það magnaðast við strákinn að hann spilar leikinn af tilfinningu og allt kemur til hans náttúrulega. Þjálfari hans Xavi Hernandez hrósaði markinu. „Þetta er mikilfenglegt mark. Það er virkilega fallegt. Pedri getur þetta og svo mikið meira. Hann er enn bara nítján ára gamall. Þvílík forréttindi að hafa hann. Ég gæti ekki hrósað honum meira,“ sagði Xavi. Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Pedri minnti á Lionel Messi í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að slá Galatasaray út úr sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Galatasaray hafði komist yfir í leiknum þegar Pedri tók til sinna ráða og skoraði jöfnunarmarkið eftir stórkostlegt einstaklingsframtak. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Það voru samt allir að tala um mark Pedri. Pedri is too cold pic.twitter.com/Yhz6NWgQ15— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 Pedri fékk boltann í teignum og plataði tvo varnarmenn Galatasaray svo illa að þeir enduðu báðir á grasinu áður en strákurinn skoraði. Slík tilþrif í búningi Barcelona kalla náttúrulega bara á eina samlíkingu. „Ekki sjens,“ voru fyrstu viðbrögð Pedri þegar blaðamenn fóru að bera hann saman við Messi. Pedri isn't here for the Messi comparisons pic.twitter.com/qtvU5z9NYv— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2022 „Messi hefur skorað miklu betri mörk. Það er út í hött að bera mig saman við Messi,“ sagði Pedri. „Ég man eiginlega ekki eftir markinu svo ég verð að horfa á það aftur. Þetta er samt örugglega eitt fallegasta markið sem ég hef skorað. Hlutirnir koma bara til mín á fótboltavellinum og ég er heppinn að þurfa ekki að hugsa mikið,“ sagði Pedri. "I'll have to watch it again." @Pedri on his spectacular game-tying goal pic.twitter.com/c3CgzufeAE— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 18, 2022 Það er kannski það magnaðast við strákinn að hann spilar leikinn af tilfinningu og allt kemur til hans náttúrulega. Þjálfari hans Xavi Hernandez hrósaði markinu. „Þetta er mikilfenglegt mark. Það er virkilega fallegt. Pedri getur þetta og svo mikið meira. Hann er enn bara nítján ára gamall. Þvílík forréttindi að hafa hann. Ég gæti ekki hrósað honum meira,“ sagði Xavi.
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira