Framsókn í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 18. mars 2022 08:31 Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð. Mér hefur verið falið að leiða listann og er ég ákaflega þakklátur fyrir það traust. Ég hef starfað í bæjarmálunum á þessum kjörtímabili sem formaður í fjölskylduráði og varabæjarfulltrúi. Hef einnig tekið þátt í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Fyrir utan störf mín á sviði bæjarmála þá er mitt aðalstarf að vera skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri í grunnskólum, fyrst á Grenivík og síðan hér í Hafnarfirði. Sú reynsla hefur og mun áfram nýtast mér afar vel á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega eftir að ég tók við sem skólastjóri Öldutúnsskóla þá settum við okkur það markmið að Öldutúnsskóli ætti að skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla landsins. Við höfum náð virkilega góðum árangri hvað það varðar. Við þurfum ekki annað en að rýna í niðurstöður á mælingum á starfi skólans til að sjá það. Og ég segi ,,við“ einfaldlega vegna þess að ég er ekki einn í þessu. Ég er með fullt af fólki með mér, nemendur, starfsmenn og foreldra. Saman náum við þessum árangri. Þannig sýn hef ég einnig á stjórnmálin. Við þurfum að vinna saman. Vinna saman að því að finna bestu mögulegu leiðirnar. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála en með því að ræða málin þá oftar en ekki náum við góðri lendingu. Ég hef aldrei og mun aldrei tala niður skoðanir annarra, þannig pólitík hentar mér ekki. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar skoðanir til að framþróun geti átt sér stað. Með því að hafa ólíkar skoðanir þá skoðum við allar hliðar og reynum að ná bestu mögulegu leiðinni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Málefnavinna er í fullum gangi og það eru nú þegar komnar fullt af hugmyndum um það hvernig við gerum góðan bæ enn betri. Við eigum eftir að kynna okkar áherslur vel fyrir íbúum næstu vikurnar. Við í Framsókn höfum starfað að heilindum á þessum kjörtímabili. Erum stolt af þeim verkum sem við höfum staðið fyrir og komið í framkvæmd. Framundan eru skemmtilegar vikur í kosningabaráttunni. Við ætlum að heyja öfluga kosningabaráttu. Kosningabaráttu sem mun einkennast af fagmennsku, heiðarleika og gleði. Við ætlum okkur stóra hluti í kosningunum í vor. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð. Mér hefur verið falið að leiða listann og er ég ákaflega þakklátur fyrir það traust. Ég hef starfað í bæjarmálunum á þessum kjörtímabili sem formaður í fjölskylduráði og varabæjarfulltrúi. Hef einnig tekið þátt í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Fyrir utan störf mín á sviði bæjarmála þá er mitt aðalstarf að vera skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri í grunnskólum, fyrst á Grenivík og síðan hér í Hafnarfirði. Sú reynsla hefur og mun áfram nýtast mér afar vel á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega eftir að ég tók við sem skólastjóri Öldutúnsskóla þá settum við okkur það markmið að Öldutúnsskóli ætti að skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla landsins. Við höfum náð virkilega góðum árangri hvað það varðar. Við þurfum ekki annað en að rýna í niðurstöður á mælingum á starfi skólans til að sjá það. Og ég segi ,,við“ einfaldlega vegna þess að ég er ekki einn í þessu. Ég er með fullt af fólki með mér, nemendur, starfsmenn og foreldra. Saman náum við þessum árangri. Þannig sýn hef ég einnig á stjórnmálin. Við þurfum að vinna saman. Vinna saman að því að finna bestu mögulegu leiðirnar. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála en með því að ræða málin þá oftar en ekki náum við góðri lendingu. Ég hef aldrei og mun aldrei tala niður skoðanir annarra, þannig pólitík hentar mér ekki. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar skoðanir til að framþróun geti átt sér stað. Með því að hafa ólíkar skoðanir þá skoðum við allar hliðar og reynum að ná bestu mögulegu leiðinni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Málefnavinna er í fullum gangi og það eru nú þegar komnar fullt af hugmyndum um það hvernig við gerum góðan bæ enn betri. Við eigum eftir að kynna okkar áherslur vel fyrir íbúum næstu vikurnar. Við í Framsókn höfum starfað að heilindum á þessum kjörtímabili. Erum stolt af þeim verkum sem við höfum staðið fyrir og komið í framkvæmd. Framundan eru skemmtilegar vikur í kosningabaráttunni. Við ætlum að heyja öfluga kosningabaráttu. Kosningabaráttu sem mun einkennast af fagmennsku, heiðarleika og gleði. Við ætlum okkur stóra hluti í kosningunum í vor. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar