Ellefu ára fjárfestir: „Ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig“ Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 14:31 Arnaldur Kjárr Arnþórsson á framtíðina fyrir sér í viðskiptalífinu. Skjáskot Arnaldur Kjárr Arnþórsson er ellefu ára fjárfestir í stórfyrirtækjum sem byrjaði í viðskiptum aðeins sjö ára gamall en hann er meðal annars að safna sér fyrir íbúð í framtíðinni. Einnig fjárfesti Arnaldur í smá landi í Skotlandi sem að hans sögn gefur honum titilinn lávarður. Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu. Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu.
Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31