Alda stefnufestu Ísak Rúnarsson skrifar 18. mars 2022 13:31 „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga,“ sagði Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Dagmálum nú í vikunni. Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera einkunnarorð Sjálfstæðismanna um land allt. Raunar hafa þau verið einkunnarorð flokksins flesta hans lífdaga, enda hefur flokkurinn tekist á við það hlutverk að leiða íslenskt samfélag áfram í næstum 100 ár – og það býsna farsællega. Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála er ekki og hefur aldrei verið gefins. Staða hans kemur fyrst og fremst til af því að forystumenn flokksins hafa um nokkurra kynslóða tíð gengið fram með samblandi af stefnufestu og virðingu fyrir flokksfélögum og kjósendum. Flokkurinn hefur alla tíð verið fjöldaflokkur, sem lagt hefur sig í líma við að hlusta á flokksmenn og kjósendur sína og staðið þétt á bakvið prinsipp og grundvallarstefnumál. Svo þétt raunar að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna skilgreint stefnu sína og kosningaloforð sem andlag við Sjálfstæðisflokkinn. Uppi eru hugmyndir um að sveigja af þessari braut. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í ríkari mæli að móta stefnu sína þannig að hún falli öðrum stjórnmálaflokkum í geð, svo hann fái að taka þátt í partýinu í ráðhúsinu. Það væru grundvallarmistök og uppgjöf gagnvart hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafl í landinu. Alda María Vilhjálmsdóttir veit hversu mikilvægt forystuhlutverk flokksins er og hún þekkir mikilvægi þess að koma heiðarlega fram við flokksmenn og kjósendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að muna að við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar kjósendur til þess að efna okkar loforð gagnvart þeim,“ sagði hún einnig í fyrrnefndum Dagmálaþætti. Alda María Vilhjálmsdóttir mun hvergi hvika frá grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styð ég hana til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alda María mun ekki gefast upp, hún mun ekki láta deigan síga og hún hefur burði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í vor – á forsendum flokksins en ekki keppinautanna. Ég hvet alla til þess að setja Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Höfundur er meistaranemi við Harvard og Dartmouth háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Ísak Rúnarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga,“ sagði Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Dagmálum nú í vikunni. Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera einkunnarorð Sjálfstæðismanna um land allt. Raunar hafa þau verið einkunnarorð flokksins flesta hans lífdaga, enda hefur flokkurinn tekist á við það hlutverk að leiða íslenskt samfélag áfram í næstum 100 ár – og það býsna farsællega. Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála er ekki og hefur aldrei verið gefins. Staða hans kemur fyrst og fremst til af því að forystumenn flokksins hafa um nokkurra kynslóða tíð gengið fram með samblandi af stefnufestu og virðingu fyrir flokksfélögum og kjósendum. Flokkurinn hefur alla tíð verið fjöldaflokkur, sem lagt hefur sig í líma við að hlusta á flokksmenn og kjósendur sína og staðið þétt á bakvið prinsipp og grundvallarstefnumál. Svo þétt raunar að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna skilgreint stefnu sína og kosningaloforð sem andlag við Sjálfstæðisflokkinn. Uppi eru hugmyndir um að sveigja af þessari braut. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í ríkari mæli að móta stefnu sína þannig að hún falli öðrum stjórnmálaflokkum í geð, svo hann fái að taka þátt í partýinu í ráðhúsinu. Það væru grundvallarmistök og uppgjöf gagnvart hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafl í landinu. Alda María Vilhjálmsdóttir veit hversu mikilvægt forystuhlutverk flokksins er og hún þekkir mikilvægi þess að koma heiðarlega fram við flokksmenn og kjósendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að muna að við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar kjósendur til þess að efna okkar loforð gagnvart þeim,“ sagði hún einnig í fyrrnefndum Dagmálaþætti. Alda María Vilhjálmsdóttir mun hvergi hvika frá grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styð ég hana til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alda María mun ekki gefast upp, hún mun ekki láta deigan síga og hún hefur burði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í vor – á forsendum flokksins en ekki keppinautanna. Ég hvet alla til þess að setja Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Höfundur er meistaranemi við Harvard og Dartmouth háskóla.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun