Helga Guðmundsdóttir er látin 104 ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2022 16:09 Helga Guðmundsdóttir var heiðursborgari Bolungarvíkur. Ágúst Atlason Helga Guðmundsdóttir, heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, er látin 104 ára gömul. Helga lést í nótt á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Greint er frá andlátinu á vef Bolungarvíkur. Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs. Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Helga fæddist þann 17. maí árið 1917 á Blesastöðum á Skeiðum, í hópi sextán systkin en tvö létust í æsku. Hún kynntist mannsefni sínu, Bolvíkingnum Gunnari Hirti Halldórssyni, sjómanni og síðar verslunarmanni og útgerðarmanni, í Reykjavík og flutti með honum til Bolungarvíkur árið 1952. Helga og Gunnar eignuðust þrjú börn; Agnar Halldór bónda og fyrrverandi oddvita á Miklabæ í Skagafirði, Kristínu kennara í Bolungarvík og Keflavík, en hún lést árið 2014, og Ósk kennara. Helga var elsti íbúi Bolungarvíkur, fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri svo vitað sé og næstelsti Íslendingurinn. „Helga var húsmóðir en hún vann einnig utan heimilis. Hvarvetna var hún vinsæl, jafnt af verkum sínum sem og af hlýju viðmóti og hjartagæsku. Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Framlag hennar og hennar kynslóðar er ómetanlegt og verður seint fullþakkað,“ segir á vef Bolungarvíkur. „Hún starfaði alltaf í Sjálfsbjörgu, sennilega vegna þess að hún fékk þessa berkla. Hún prjónaði og þegar hún fór að sjá illa fór hún að hekla. Heklaði mikið af allskonar teppum og gaf það í Rauða krossinn. Svo vann hún á elliheimilinu í Bolungarvík sem var kallað Sjúkraskýlið. Vann þar alltaf. Við gamlir Bolvíkingar köllum það alltaf Sjúkraskýlið en Berg. Þarna vann hún alveg þangað til hún hætti að vinna, um sjötugt, sem er orðið ansi langt síðan.“ Bæjarstjórn Bolungarvíkur útnefndi Helgu Guðmundsdóttur heiðursborgara Bolungarvíkur á fundi sínum þann 19. maí 2020. Það vakti athygli í maí fyrir tveimur árum þegar Helga sigraðist á Covid-19 sjúkdómnum. Má telja fullvíst að Helga sé ein sú elsta í heiminum til að hafa sigrast á þeim sjúkdómi. Haft var eftir Helgu að um leiðinda veiru væri að ræða. Agnar Halldór, sonur hennar, sagði í samtali við Vísi á þeim tímamótum að móðir hans hefði sigrast á ýmsu í gegnum tíðina. Hún væri í fínu formi miðað við aldur. Hún hefði til dæmis tvisvar sinnum fengið berkla. Svo hefði spænska veikin komið upp á heimili hennar en þá var Helga eins árs.
Bolungarvík Eldri borgarar Andlát Tengdar fréttir Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Sigraðist á Covid 102 ára gömul en segir þetta leiðinda veiru Helga Guðmundsdóttir hefur tvisvar sigrast á berklum og nú Covid-19. 6. maí 2020 13:38