Vaktin: Pútín sagður búinn að sætta sig við að geta ekki velt Selenskí úr sessi Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. mars 2022 16:20 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Chirikov Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Vladimír Pútín er ekki enn tilbúinn til að ræða við Vólódímír Selenskí. Forseti Tyrklands hefur rætt við þá báða og Tyrkir segja Pútín líklega vilja styrkja stöðu sína fyrst. Þá er Pútín sagður hafa sætt sig við að hann geti ekki komið Selensí frá völdum. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki um að stríðinu muni ljúka í bráð. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðufærslu sinni að Rússum hafi mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum og að hörð andspyrna Úkraínumanna hafi komið þeim á óvart. Þeir hafi því gripið til þess ráðs að beina vopnum sínum að almennum borgurum og innviðum. Sameinuðu þjóðirnar segja 816 almenna borgar hafa látið lífið í átökunum og 1.333 særst. Raunverulegur fjöldi er þó líklega meiri. Borgaryfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að 222 hefðu látist í árásum Rússa á höfuðborgina, þar af 60 almennir borgarar og fjögur börn. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, mun hitta Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delí í dag og kalla eftir sameiginlegu alþjóðlegu átaki til að binda enda enda á stríðið í Úkraínu. AFP segir að minnsta kosti 40 úkraínska hermenn hafa fallið í árás Rússa á herstöð í borginni Mykolaiv. Borgarstjórinn Oleksandr Senkevich segir nokkur þorp í héraðinu hafa verið hernumin og að borgin hafi sætt hörðum árásum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Vladimír Pútín er ekki enn tilbúinn til að ræða við Vólódímír Selenskí. Forseti Tyrklands hefur rætt við þá báða og Tyrkir segja Pútín líklega vilja styrkja stöðu sína fyrst. Þá er Pútín sagður hafa sætt sig við að hann geti ekki komið Selensí frá völdum. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja engin ummerki um að stríðinu muni ljúka í bráð. Breska varnarmálaráðuneytið segir í daglegri stöðufærslu sinni að Rússum hafi mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum og að hörð andspyrna Úkraínumanna hafi komið þeim á óvart. Þeir hafi því gripið til þess ráðs að beina vopnum sínum að almennum borgurum og innviðum. Sameinuðu þjóðirnar segja 816 almenna borgar hafa látið lífið í átökunum og 1.333 særst. Raunverulegur fjöldi er þó líklega meiri. Borgaryfirvöld í Kænugarði sögðu í gær að 222 hefðu látist í árásum Rússa á höfuðborgina, þar af 60 almennir borgarar og fjögur börn. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, mun hitta Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Nýju Delí í dag og kalla eftir sameiginlegu alþjóðlegu átaki til að binda enda enda á stríðið í Úkraínu. AFP segir að minnsta kosti 40 úkraínska hermenn hafa fallið í árás Rússa á herstöð í borginni Mykolaiv. Borgarstjórinn Oleksandr Senkevich segir nokkur þorp í héraðinu hafa verið hernumin og að borgin hafi sætt hörðum árásum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira