Íslenski boltinn

Adam Örn í Kópavoginn á nýjan leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adam Örn er genginn í raðir Breiðabliks á nýjan leik.
Adam Örn er genginn í raðir Breiðabliks á nýjan leik. Breiðablik

Adam Örn Arnarson er genginn í raðir Breiðabliks. Félagið greindi frá þessu nú rétt í þessu.

Bakvörðurinn Adam Örn er fæddur 1995 og alinn upp hjá Blikum. Hann hefur undanfarin átta ár spilað sem atvinnumaður með NEC Nijmegen í Hollandi, Nordsjælland í Danmörku, Álasundi og Tromsø í Noregi ásamt Górnik Zabrze í Póllandi. 

Hann er nú snúinn aftur í raðir Breiðabliks og á að hjálpa liðinu í titilbaráttunni í Bestu-deildinni í sumar. Eftir að hafa rétt misst af Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar stefna Blikar á að landa þeim stóra í sumar. 

Liðið er komið með stóran og breiðan leikmannahóp en var frekar þunnskipað þegar kom að bakvörðum, það er þangað til núna.

Adam Örn á að baki 43 yngri landsleiki fyrir Íslands hönd og einn A-landsleik. Sá kom gegn Mexíkó árið 2017. Þá á hann að baki einn leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks en sá kom fyrir sléttum áratug síðan.


Tengdar fréttir

Mikil gæði á Kópavogsvelli en þunn­skipaðir fram á við

Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Breiðablik rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð, markmið sumarsins er því einkar einfalt: landa báðum titlunum sem í boði eru.

Þungavigtin: Elfar vill losna frá Breiðabliki

Miðvörðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason vill komast að láni í burtu frá Breiðabliki í sumar með það í huga að fá stærra hlutverk en honum virðist ætlað hjá Blikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×