Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. mars 2022 23:31 Kirkja í Mariupol sem skemmdist en stendur þó enn eftir sprengjuárásir Rússa á borgina. AP/Evgeniy Maloletka Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Vadím Bojtsjenkó, borgarstjóra Mariupol, að fjöldi fólks sé enn fastur í kjallara leikhúss sem Rússar gerðu stórskotaliðsárás á nú á dögunum. Fólkið var statt inni í húsinu til þess að leita skjóls frá árásum Rússa. Erfiðlega gangi að koma fólki þaðan út, þar sem björgunarfólk geti aðeins athafnað sig í stuttan tíma í senn, þegar átökin standa ekki sem hæst. Þau 300.000 sem nú eru í borginni eygja litla von um að komast frá borginni. Rússneskar hersveitir sitja um hana og borgin er án gass, vatns og rafmagns. Rússar hafa þá ráðist á spítala í borginni, kirkju og fjölda íbúðabygginga. Eyðileggingin er slík að yfirvöld í borginni áætla að um 80 prósent íbúðabygginga í borginni hafi orðið fyrir tjóni eða eyðilagst með öllu. Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum mánuði síðan er Mariupol sú borg þar sem hvað mest átök hafa geisað. Staðsetning borgarinnar er talin mikilvæg í augum Rússa, þar sem hún liggur á milli Krímskaga í norðri annars vegar, og Luhansk og Donetsk í austri hins vegar. Síðarnefndu svæðin eru svæði þar sem uppreisnarmenn, studdir af Rússum, hafa stjórn. Rússar lýstu því yfir fyrir innrásina að þeir viðurkenndu sjálfstæði ríkjanna tveggja, sem er nokkuð sem nánast allt alþjóðasamfélagið hefur lýst sem broti á alþjóðalögum. Loftmyndir sýna greinilega þá miklu eyðileggingu sem árásir Rússa á Mariupol hafa valdið. Fyrir miðju er leikhúsið sem sprengt var á miðvikudag, en áætlað er að um 1.300 manns sitji föst í rústum þess og björgunarstarf gengur afar erfiðlega vegna nánast stanslausra átaka.Maxar Technologies/AP Stanslausar árásir Erfitt er að ná sambandi við fólk í Mariupol, þar sem símkerfi hennar virðist aðeins vera virkt í nokkrar klukkustundir á degi hverjum. Borgarbúar verja mestum tíma sínum í neðanjarðarbyrgjum og skýlum, þar sem loft- og stórskotaliðsárásum Rússa á borgina er lýst sem nánast linnulausum. Borgarstjórinn hefur þá sagt að lítið sem ekkert sé eftir af miðbæ Mariupol og aðeins lítill hluti borgarinnar beri þess ekki merki að um hana sé setið og þar geisi stríð. Líkt og áður sagði hefur reynst erfitt að bjarga fólki úr rústum leikhússins sem sprengt var á miðvikudag. Talið er að um 130 manns hafi komist þaðan út þegar þetta er skrifað, en 1.300 manns séu enn föst inni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í myndbandsávarpi í dag að hluti þeirra sem tekist hefði að bjarga úr rústum leikhússins væri alvarlega slasaður. Hins vegar hefðu engar fregnir um dauðsföll úr hópi þeirra borist. Saka Rússa um stríðsglæpi Selenskí forseti hefur sakað Rússa um stríðsglæpi, þar sem þeir hleypi ekki nauðsynlegum hjálpargögnum inn í þær borgir sem þeir sitja um. „Þetta er fullkomlega með vilja gert,“ segir hann. Vólódímír Selenskí, forseti ÚkraínuAP/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnvöld í Mariupol áætla að um 2.500 manns hafi látist í borginni frá því stríðið hófst, en setja þann fyrirvara á að líklega sé raunveruleg tala látinna hærri. Fjölmiðlar hafa greint frá því að víða um borgina liggi líkamsleifar þeirra sem hafi látist, þar sem of áhættusamt sé að sækja lík þeirra. Þá hafi margir verið grafnir í fjöldagröfum. Bojtsjenkó borgarstjóri segir að á síðustu fimm dögum hafi 40.000 manns komist úr borginni og að 20.000 í viðbót biðu þess að fara þaðan, í gegnum þar til gerðar flóttaleiðir (e. humanitarian corridors). Rússar hafi hins vegar ekki virt flóttaleiðir sem komið hafi verið upp fyrir almenna borgara, og því reyni margir að fara upp á eigin spýtur. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Vadím Bojtsjenkó, borgarstjóra Mariupol, að fjöldi fólks sé enn fastur í kjallara leikhúss sem Rússar gerðu stórskotaliðsárás á nú á dögunum. Fólkið var statt inni í húsinu til þess að leita skjóls frá árásum Rússa. Erfiðlega gangi að koma fólki þaðan út, þar sem björgunarfólk geti aðeins athafnað sig í stuttan tíma í senn, þegar átökin standa ekki sem hæst. Þau 300.000 sem nú eru í borginni eygja litla von um að komast frá borginni. Rússneskar hersveitir sitja um hana og borgin er án gass, vatns og rafmagns. Rússar hafa þá ráðist á spítala í borginni, kirkju og fjölda íbúðabygginga. Eyðileggingin er slík að yfirvöld í borginni áætla að um 80 prósent íbúðabygginga í borginni hafi orðið fyrir tjóni eða eyðilagst með öllu. Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu fyrir tæpum mánuði síðan er Mariupol sú borg þar sem hvað mest átök hafa geisað. Staðsetning borgarinnar er talin mikilvæg í augum Rússa, þar sem hún liggur á milli Krímskaga í norðri annars vegar, og Luhansk og Donetsk í austri hins vegar. Síðarnefndu svæðin eru svæði þar sem uppreisnarmenn, studdir af Rússum, hafa stjórn. Rússar lýstu því yfir fyrir innrásina að þeir viðurkenndu sjálfstæði ríkjanna tveggja, sem er nokkuð sem nánast allt alþjóðasamfélagið hefur lýst sem broti á alþjóðalögum. Loftmyndir sýna greinilega þá miklu eyðileggingu sem árásir Rússa á Mariupol hafa valdið. Fyrir miðju er leikhúsið sem sprengt var á miðvikudag, en áætlað er að um 1.300 manns sitji föst í rústum þess og björgunarstarf gengur afar erfiðlega vegna nánast stanslausra átaka.Maxar Technologies/AP Stanslausar árásir Erfitt er að ná sambandi við fólk í Mariupol, þar sem símkerfi hennar virðist aðeins vera virkt í nokkrar klukkustundir á degi hverjum. Borgarbúar verja mestum tíma sínum í neðanjarðarbyrgjum og skýlum, þar sem loft- og stórskotaliðsárásum Rússa á borgina er lýst sem nánast linnulausum. Borgarstjórinn hefur þá sagt að lítið sem ekkert sé eftir af miðbæ Mariupol og aðeins lítill hluti borgarinnar beri þess ekki merki að um hana sé setið og þar geisi stríð. Líkt og áður sagði hefur reynst erfitt að bjarga fólki úr rústum leikhússins sem sprengt var á miðvikudag. Talið er að um 130 manns hafi komist þaðan út þegar þetta er skrifað, en 1.300 manns séu enn föst inni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í myndbandsávarpi í dag að hluti þeirra sem tekist hefði að bjarga úr rústum leikhússins væri alvarlega slasaður. Hins vegar hefðu engar fregnir um dauðsföll úr hópi þeirra borist. Saka Rússa um stríðsglæpi Selenskí forseti hefur sakað Rússa um stríðsglæpi, þar sem þeir hleypi ekki nauðsynlegum hjálpargögnum inn í þær borgir sem þeir sitja um. „Þetta er fullkomlega með vilja gert,“ segir hann. Vólódímír Selenskí, forseti ÚkraínuAP/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnvöld í Mariupol áætla að um 2.500 manns hafi látist í borginni frá því stríðið hófst, en setja þann fyrirvara á að líklega sé raunveruleg tala látinna hærri. Fjölmiðlar hafa greint frá því að víða um borgina liggi líkamsleifar þeirra sem hafi látist, þar sem of áhættusamt sé að sækja lík þeirra. Þá hafi margir verið grafnir í fjöldagröfum. Bojtsjenkó borgarstjóri segir að á síðustu fimm dögum hafi 40.000 manns komist úr borginni og að 20.000 í viðbót biðu þess að fara þaðan, í gegnum þar til gerðar flóttaleiðir (e. humanitarian corridors). Rússar hafi hins vegar ekki virt flóttaleiðir sem komið hafi verið upp fyrir almenna borgara, og því reyni margir að fara upp á eigin spýtur.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01
Segir Pútín óttast frelsi og lýðræði í Úkraínu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa ráðist inn í Úkraínu, því frjáls og lýðræðisleg Úkraína væri ógn gagnvart alræðisstjórn hans í Rússlandi. 19. mars 2022 13:41