Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2022 07:37 Jón Ármann Gíslason er sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Einar Árnason „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segir Jón Ármann okkur frá sögu staðarins. Við kynnumst samfélaginu í Öxarfirði, hefðbundnum sauðfjárbúskap og nýjum tækifærum í ferðaþjónustu, fiskeldi og úrvinnslugreinum landbúnaðar. Horft frá Skinnastað í átt til Ásbyrgis og sandanna sem Jökulsá flæmist um á leið sinni til sjávar í Öxarfirði.Einar Árnason „Sennilega er Skinnastaður ennþá þekktastur í sögunni fyrir þessa ágætu galdrapresta sem hér eru sagðir hafa setið,“ segir Jón Ármann, en Jón greipaglennir var einn galdraprestanna á öldum áður. Sumir prestanna áttu galdrabók. Við höfum orð á því að slík fræði geti vart hafa talist sérstaklega kristileg. „Nei, þetta voru menn sem voru sennilega að leggja stund á náttúruvísindi eða einhver sérhæfð fræði þess tíma og voru þessvegna orðaðir við galdra. Og eins líka hitt, að þeir áttu náttúrlega líka í útistöðum við sveitungana og fengu þannig misjafnt orð á sig. Kirkjan á Skinnastað í Öxarfirði er frá árinu 1854. Séð í átt til Lundar og Sandfells.Einar Árnason En svo gátu þeir líka gert ýmsa góða hluti. Einn þeirra er sagður hafa seitt til sín hval á reka þegar var hart í ári í sveitinni og allir sem vildu gátu fengið að njóta góðs af því,“ segir séra Jón Ármann. Skinnastaðaprestur þjónar einnig Garði, kirkjustað Keldhverfinga, sem hætti að vera prestsetur á nítjándu öld. Garður er núna í eigu bændanna á Hóli, hjónanna Hrundar Ásgeirsdóttur og Rúnars Tryggvasonar, sem reka þar gistiheimili og sérhæfa þau sig í veiðimönnum. „Kelduhverfi er gríðarlega vinsæll gæsastaður. Hér dregur fyrir sólu þegar gæsin hefur sig til lofts,“ segir Rúnar. Bændurnir á Hóli í Kelduhverfi, hjónin Hrund Ásgeirsdóttir og Rúnar Tryggvason. Hún er jafnframt skólastjóri Öxarfjarðarskóla og hann vélaverktaki.Einar Árnason Þau leigja húsið út til fleiri hópa ferðamanna, eins og hestamanna, gönguhópa og hlaupahópa. Þau búa aðeins fjórtán kílómetra frá Ásbyrgi en þaðan liggur hinn nýi Dettifossvegur þannig að stutt er að fara til að skoða stórbrotna náttúruna í Jökulsárgljúfrum. „Nú er Dettifossvegurinn loksins kominn og við erum búin að fá þessa hringtengingu við Mývatnssveitina sem er náttúrlega líka mikið aðdráttarafl. Og við gerum okkur vonir um að það verði auðveldara að byggja upp ferðaþjónustu hér í Kelduhverfi eftir þessar samgöngubætur, sem eru verulega miklar og góðar,“ segir Rúnar. Þáttinn má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá átta mínútna upphafskafla þáttarins: Þessi fyrri þáttur af tveimur um samfélagið í Öxarfirði fjallar einkum um Kelduhverfi og gamla Öxarfjarðarhrepp en í þeim síðari, sem er á dagskrá á mánudagskvöld, verður farið á Kópasker: Um land allt Norðurþing Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Tengdar fréttir Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 segir Jón Ármann okkur frá sögu staðarins. Við kynnumst samfélaginu í Öxarfirði, hefðbundnum sauðfjárbúskap og nýjum tækifærum í ferðaþjónustu, fiskeldi og úrvinnslugreinum landbúnaðar. Horft frá Skinnastað í átt til Ásbyrgis og sandanna sem Jökulsá flæmist um á leið sinni til sjávar í Öxarfirði.Einar Árnason „Sennilega er Skinnastaður ennþá þekktastur í sögunni fyrir þessa ágætu galdrapresta sem hér eru sagðir hafa setið,“ segir Jón Ármann, en Jón greipaglennir var einn galdraprestanna á öldum áður. Sumir prestanna áttu galdrabók. Við höfum orð á því að slík fræði geti vart hafa talist sérstaklega kristileg. „Nei, þetta voru menn sem voru sennilega að leggja stund á náttúruvísindi eða einhver sérhæfð fræði þess tíma og voru þessvegna orðaðir við galdra. Og eins líka hitt, að þeir áttu náttúrlega líka í útistöðum við sveitungana og fengu þannig misjafnt orð á sig. Kirkjan á Skinnastað í Öxarfirði er frá árinu 1854. Séð í átt til Lundar og Sandfells.Einar Árnason En svo gátu þeir líka gert ýmsa góða hluti. Einn þeirra er sagður hafa seitt til sín hval á reka þegar var hart í ári í sveitinni og allir sem vildu gátu fengið að njóta góðs af því,“ segir séra Jón Ármann. Skinnastaðaprestur þjónar einnig Garði, kirkjustað Keldhverfinga, sem hætti að vera prestsetur á nítjándu öld. Garður er núna í eigu bændanna á Hóli, hjónanna Hrundar Ásgeirsdóttur og Rúnars Tryggvasonar, sem reka þar gistiheimili og sérhæfa þau sig í veiðimönnum. „Kelduhverfi er gríðarlega vinsæll gæsastaður. Hér dregur fyrir sólu þegar gæsin hefur sig til lofts,“ segir Rúnar. Bændurnir á Hóli í Kelduhverfi, hjónin Hrund Ásgeirsdóttir og Rúnar Tryggvason. Hún er jafnframt skólastjóri Öxarfjarðarskóla og hann vélaverktaki.Einar Árnason Þau leigja húsið út til fleiri hópa ferðamanna, eins og hestamanna, gönguhópa og hlaupahópa. Þau búa aðeins fjórtán kílómetra frá Ásbyrgi en þaðan liggur hinn nýi Dettifossvegur þannig að stutt er að fara til að skoða stórbrotna náttúruna í Jökulsárgljúfrum. „Nú er Dettifossvegurinn loksins kominn og við erum búin að fá þessa hringtengingu við Mývatnssveitina sem er náttúrlega líka mikið aðdráttarafl. Og við gerum okkur vonir um að það verði auðveldara að byggja upp ferðaþjónustu hér í Kelduhverfi eftir þessar samgöngubætur, sem eru verulega miklar og góðar,“ segir Rúnar. Þáttinn má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá átta mínútna upphafskafla þáttarins: Þessi fyrri þáttur af tveimur um samfélagið í Öxarfirði fjallar einkum um Kelduhverfi og gamla Öxarfjarðarhrepp en í þeim síðari, sem er á dagskrá á mánudagskvöld, verður farið á Kópasker:
Um land allt Norðurþing Þjóðkirkjan Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Tengdar fréttir Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda Sjá meira
Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44
Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning