Fótbolti

Neuer unnið fleiri leiki í þýsku deildinni en nokkur annar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manuel Neuer hefur unnið fleiri leiki í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en nokkur annar.
Manuel Neuer hefur unnið fleiri leiki í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en nokkur annar. L. Theising/FC Bayern via Getty Images

Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, varð í gær sá leikmaður í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta sem hefur unnið flesta leiki frá upphafi.

Fyrir leik Bayern gegn Union Berlin í gær hafði Neuer unnið 310 leiki í þýsku úrvalsdeildinni. Engum hafði tekist að vinna fleiri leiki, en hann og fyrrverandi markvörðurinn Oliver Kahn deildu metinu.

Bayern vann öruggan 4-0 sigur gegn Union í gær og þar með trónir Neuer nú á toppnum yfir flesta sigurleiki hjá einum leikmanni í sögu þýsku deildarinnar.

Neuer lék sinn fyrsta leik í efstu deild í Þýskalandi með Schalke árið 2005. Á ferlinum hefur hann leikið 460 deildarleiki í efstu deild og eins og áður segir hefur hann unnið 311. Það gerir tæplega 68 prósent sigurhlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×