Fótbolti

Unnu dramatískan sigur á erki­fjendum og stuðnings­fólk kveikti ó­vart í stúkunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ástandið fyrir leik.
Ástandið fyrir leik. Twitter@MirrorFootball

Ajax vann frábæran 3-2 sigur á Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Fyrir leik reyndi stuðningsfólk Ajax að stela senunni er það kveikti óvart í einum af fánum vallarins.

Leikir Ajax og Feyenoord eru nær alltaf mikið fyrir augað og áhorfendur fengu nóg fyrir peninginn í leik liðanna um helgina. Skoruð voru fimm mörk, leikmaður rekinn af velli og gerð var heiðarleg tilraun til að kveikja í vellinum.

Þetta kom ekki að sök og Ajax vann eins og áður sagði nauman eins marks sigur eftir að vera 2-1 undir í hálfleik. Sébastian Haller, Dušan Tadić og Anthony með mörk Ajax í leiknum. Sigurmarkið kom aðeins fjórum mínútum fyrir leikslok.

Anthony lét svo reka sig af velli í uppbótartíma fyrir leikaraskap en það kom ekki að sök er liðsfélagar hans héldu út.

Ajax er í harðri baráttu við PSV um titilinn en bæði lið unnu leiki sína um helgina. Ajax trónir á toppnum með 66 stig eftir 27 leiki á meðan PSV er með 64 stig í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×