Getur orðið svakalega þungt fyrir Hildi Snorri Másson skrifar 22. mars 2022 10:01 Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, telur að kosningabaráttan fram undan geti orðið þung fyrir nýkjörinn oddvita Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur. Jón var ásamt Sigmari Vilhjálmssyni athafnamanni gestur í nýrri útgáfu Íslands í dag, sem verður héðan af í beinni á mánudagskvöldum eftir fréttir. Í næstu sætum á eftir Hildi á nýjum lista flokksins eru Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Segja má að öll hallist þau heldur að því sem lýst hefur verið sem íhaldssamari armi borgarstjórnarhópsins, ólíkt Hildi. Jón telur að erfitt verði að samræma sjónarmiðin, eins og Tómas Þór Þórðarson fjölmiðlamaður setti myndrænt fram, og við nokkrar undirtektir, á Twitter eftir úrslitin. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Í þætti kvöldsins ræddu þeir Jón og Sigmar efasemdir sínar um væntanlegt gengi Sjálfstæðisflokksins en sammæltust um að Framsóknarflokkurinn sé líklegur til að koma á óvart í kosningabaráttunni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jón Gnarr og Sigmar Vilhjálmsson voru gestir Íslands í dag og ræddu þar meðal annars niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki óhollt fyrir okkur að fá nýjan borgarstjóra Fyrsta spurningin er þessi: Hver verður borgarstjóri í vor? Jón: „Dagur Bergþóruson Eggertsson. Ég held að það sé ekki spurning, ég sé enga ástæðu til að skipta um hest í miðri á.“ Sigmar: „Ég held að það væri ekkert óhollt fyrir okkur að fá nýjan borgarstjóra, ég held að allir eigi sinn tíma.“ „Ekki vanmeta Framsókn“ Báðir hafa Jón og Sigmar töluverða trú á Framsóknarflokknum, eins og Jón lýsir því hýr í bragði: „Erum við ekki öll Framsóknarmenn?“ Sigmar telur að Einar Þorsteinsson fyrrverandi fréttamaður og núverandi oddviti Framsóknarflokksins geti staðið uppi með pálmann í höndunum eftir kosningar, vilji Sjálfstæðisflokkurinn mynda með honum meirihluta. Framsókn bjóði upp á skynsaman valkost. „Ég held að það sé einmitt heilbrigður kokteill þar af hinu frjálsa framlagi og samfélagslegri ábyrgð. Mér finnst sá flokkur alltaf hafa staðið vel undir þessari blöndu. Eins og eðli flokksins er, hann getur unnið með öllum. Ég held að Einar verði í kjörstöðu satt að segja,“ sagði Sigmar. Jón Gnarr: „Ég myndi ekki vanmeta Framsókn. Þau eru að koma þarna fram með mjög athyglisverðan lista af fólki og athyglisverðar áherslur.“ „Ég skil ekki alveg Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík“ Fréttastofa ræddi við Hildi Björnsdóttur í kvöldfréttum í gær sem kvaðst engar áhyggjur hafa af því að hópurinn gæti ekki unnið saman þrátt fyrir ólík sjónarmið. Sigmar Vihjálmsson segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar vera í tilvistarkreppu í borgarmálunum. „Mér finnst hann líka vera pínu tvískiptur í landspólitíkinni. Mér hefur bara fundist hann vera í tilvistarkreppu undanfarin ár,“ segir Sigmar. Jón segir að þetta geti orðið svakalega þungt fyrir Hildi Björnsdóttur, að samræma sjónarmiðin innan flokksins. „Ég eins og mörg, ég skil ekki alveg Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég skil ekki hver er pælingin. En þetta er áskorun fyrir hana, vissulega. En mér finnst Hildur mjög flott og það sem ég hef séð til hennar,“ segir Jón. Fyrrverandi borgarstjórinn telur að ólík sjónarmið innan Sjálfstæðisflokks geti hreinlega orðið flokknum til vandræða í komandi kosningum. „Ég myndi segja það í borginni. Mér finnst skorta einhverja stefnu og heildræna sýn og samvinnu. Mér finnst þetta vera svolítið út og suður,“ segir Jón Gnarr. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. 21. mars 2022 11:01 Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Í næstu sætum á eftir Hildi á nýjum lista flokksins eru Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Segja má að öll hallist þau heldur að því sem lýst hefur verið sem íhaldssamari armi borgarstjórnarhópsins, ólíkt Hildi. Jón telur að erfitt verði að samræma sjónarmiðin, eins og Tómas Þór Þórðarson fjölmiðlamaður setti myndrænt fram, og við nokkrar undirtektir, á Twitter eftir úrslitin. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Í þætti kvöldsins ræddu þeir Jón og Sigmar efasemdir sínar um væntanlegt gengi Sjálfstæðisflokksins en sammæltust um að Framsóknarflokkurinn sé líklegur til að koma á óvart í kosningabaráttunni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Jón Gnarr og Sigmar Vilhjálmsson voru gestir Íslands í dag og ræddu þar meðal annars niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Ekki óhollt fyrir okkur að fá nýjan borgarstjóra Fyrsta spurningin er þessi: Hver verður borgarstjóri í vor? Jón: „Dagur Bergþóruson Eggertsson. Ég held að það sé ekki spurning, ég sé enga ástæðu til að skipta um hest í miðri á.“ Sigmar: „Ég held að það væri ekkert óhollt fyrir okkur að fá nýjan borgarstjóra, ég held að allir eigi sinn tíma.“ „Ekki vanmeta Framsókn“ Báðir hafa Jón og Sigmar töluverða trú á Framsóknarflokknum, eins og Jón lýsir því hýr í bragði: „Erum við ekki öll Framsóknarmenn?“ Sigmar telur að Einar Þorsteinsson fyrrverandi fréttamaður og núverandi oddviti Framsóknarflokksins geti staðið uppi með pálmann í höndunum eftir kosningar, vilji Sjálfstæðisflokkurinn mynda með honum meirihluta. Framsókn bjóði upp á skynsaman valkost. „Ég held að það sé einmitt heilbrigður kokteill þar af hinu frjálsa framlagi og samfélagslegri ábyrgð. Mér finnst sá flokkur alltaf hafa staðið vel undir þessari blöndu. Eins og eðli flokksins er, hann getur unnið með öllum. Ég held að Einar verði í kjörstöðu satt að segja,“ sagði Sigmar. Jón Gnarr: „Ég myndi ekki vanmeta Framsókn. Þau eru að koma þarna fram með mjög athyglisverðan lista af fólki og athyglisverðar áherslur.“ „Ég skil ekki alveg Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík“ Fréttastofa ræddi við Hildi Björnsdóttur í kvöldfréttum í gær sem kvaðst engar áhyggjur hafa af því að hópurinn gæti ekki unnið saman þrátt fyrir ólík sjónarmið. Sigmar Vihjálmsson segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar vera í tilvistarkreppu í borgarmálunum. „Mér finnst hann líka vera pínu tvískiptur í landspólitíkinni. Mér hefur bara fundist hann vera í tilvistarkreppu undanfarin ár,“ segir Sigmar. Jón segir að þetta geti orðið svakalega þungt fyrir Hildi Björnsdóttur, að samræma sjónarmiðin innan flokksins. „Ég eins og mörg, ég skil ekki alveg Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ég skil ekki hver er pælingin. En þetta er áskorun fyrir hana, vissulega. En mér finnst Hildur mjög flott og það sem ég hef séð til hennar,“ segir Jón. Fyrrverandi borgarstjórinn telur að ólík sjónarmið innan Sjálfstæðisflokks geti hreinlega orðið flokknum til vandræða í komandi kosningum. „Ég myndi segja það í borginni. Mér finnst skorta einhverja stefnu og heildræna sýn og samvinnu. Mér finnst þetta vera svolítið út og suður,“ segir Jón Gnarr.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. 21. mars 2022 11:01 Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“ þjóni tilgangi eftir allt saman Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, segir ófáa hafa lýst yfir samstöðu með þeim skoðunum sem hann hafi sett fram um dómstól götunnar. Hann segir vald hins þögla meirihluta hafa komið í ljós. 21. mars 2022 11:01
Þakkar fyrir stuðninginn og segir bjarta tíma fram undan í borginni Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, sem endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hlaut í prófkjörinu. Næsta verkefni sé að koma Sjálfstæðisflokknum í leiðandi hlutverk í borginni. 20. mars 2022 18:56
Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44