Þau ætla ekkert að gera Kristrún Frostadóttir skrifar 22. mars 2022 07:31 Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun