Þau ætla ekkert að gera Kristrún Frostadóttir skrifar 22. mars 2022 07:31 Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun