Þau ætla ekkert að gera Kristrún Frostadóttir skrifar 22. mars 2022 07:31 Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú staðfest að hún ætlar ekkert að gera vegna hækkandi verðlags í landinu. Þótt þau þori ekki að segja það upphátt liggur þetta fyrir. Í gær var nefnilega lögð fram uppfærð þingmálaskrá ríkisstjórnar og þar er ekki að finna eitt einasta þingmál sem snertir efnahag heimilanna og áhrif hækkandi verðbólgu og hækkandi vaxta á tekjulágt fólk, þrátt fyrir sögulegar húsnæðisverðshækkanir, mjög hraðar vaxtabreytingar og hækkun bensínverðs sem ríkisstjórnir erlendis tala um að muni valda lífskjarakreppu sem ekki hefur sést frá áttunda áratugnum. Þær ríkisstjórnir sem þannig tala eru ekki í hræðsluáróðri. Þær segja einfaldlega sannleikann og takast á við vandann tímanlega. Enda er það hlutverk þeirra sem eru í stjórnmálum að bregðast við áskorunum, ekki finna upp nýjar og nýjar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Ráðherrarnir á Íslandi segjast vera að skoða málin. Engar samþykktar fjárheimildir eru þó fyrir mótvægisaðgerðum og lítill tími er til stefnu á þessu þingi. Ef stæði til að grípa inn í ástandið lægi fyrir þingmál og fjárauki. Fjárauki liggur reyndar fyrir þinginu. En hann snýr bara að stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar þessa dagana; uppskiptingu ráðuneytanna. Í fjáraukanum kemur líka skýrt fram að ekki stendur til að leggja fram frumvarp um frekari fjárheimildir fyrr en á næsta þingári. Ekkert þingmál, engar fjárheimildir. Ekkert verður þá gert fram á haust þegar þing kemur næst saman. Það er eftir hálft ár. Og það þrátt fyrir að lög um opinber fjármál séu mjög skýr um að ríkisstjórninni beri að huga að eins mikilli hagkvæmni og mögulegt sé á hverjum tíma. Og hvað er hagkvæmt nú? Er það að bíða og sjá? Bíða þar til verðlagshækkanir hafa lekið um allt, skollið með fullum þunga á ungu fólki og viðkvæmum hópum? Bíða þar til launakröfur aukast og leka út í verðlag? Það er óábyrgt að grípa ekki inn núna með sértækum aðgerðum. Þetta mun bara þýða að fjáraukalög síðar í haust verða umfangsmeiri, og þetta mun flýta hinu óhjákvæmilega: að fjármálastefna stjórnvalda til 2026 bresti. Því fjármálastefna þeirra er svo þröngt sniðin að lítið svigrúm er fyrir umfram verðbólgu án þess að ramminn springi – nema það sé áætlun ríkisstjórnar að bregðast við lífskjarakreppu í landinu með auknu aðhaldi á sem flestum sviðum. Upplýsingar síðustu daga staðfesta að úrræðaleysið er algjört og lítið að marka málflutning stakra ráðherra um mögulegar aðgerðir. Réttara væri þá að lýsa því bara yfir að ólíkt velferðarsamfélögunum í kringum okkar verði ekkert gert hér á Íslandi. En því þora þau ekki, enda auðveldara að sigla undir fölsku velferðarflaggi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun