Garðabær framtíðarinnar Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 22. mars 2022 09:30 Garðabær er merkilegur bær fyrir margra hluta sakir. Nálægð við náttúruperlur, rík saga, frábærir skólar, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og auðvitað fólkið sjálft eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að fólk velur að búa hér. Það er yndislegt að búa í Garðabæ. Garðabæjarlistinn veit þó að með nýrri og ferskri forgangsröðun má gera bæinn enn betri til framtíðar, fyrir okkur öll. Í Garðabæ framtíðarinnar getur ungt fólk loksins keypt sér húsnæði vegna þess að í bænum eru byggðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk, og þar sem samningar kveða á um hámarkshækkun á endursöluverði munu næstu ungu kaupendur hverrar eignar einnig njóta hagstæðra kjara. Vegna fjölbreyttrar uppbyggingar munu Garðbæingar geta leigt íbúð í sveitarfélaginu eða fengið búseturéttaríbúð, t.d. ef þeir komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn eða ef þeir þurfa að hverfa af húsnæðismarkaði þegar aðstæður fjölskyldna breytast. Uppbygging innviða í Garðabæ framtíðarinnar tekur mið af íbúaþróun og bærinn er meðvitaður um að helstu nauðsynjar og þjónusta á borð við leik- og grunnskóla eiga helst að vera aðgengilegar í fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimilum fólks. Leikskólagjöld eru hófleg og hugað er sérstaklega að félagslegri einangrun ungmenna með sértæku hópastarfi á borð við hinsegin félagsmiðstöð í sérstöku ungmennahúsi. Í Garðabæ framtíðarinnar er tekjum sveitarfélagsins forgangsraðað þannig að uppbygging á fjölbreyttum samgöngum er sett í öndvegi. Börn geta hjólað á öruggum stígum bæjarhluta á milli, fólk getur tekið strætó ef það vill og gangandi vegfarendur á öllum aldri njóta góðs af minni umferðarhraða og aðgreindum hjóla- og göngustígum. Garðbæingar þurfa ekki að nota bílinn sinn frekar en þeir vilja og geta lagt sitt af mörkum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, enda tekur Garðabær fullan þátt í því verkefni að forða mannkyni frá loftslagshamförum. Í Garðabæ framtíðarinnar er fólki sem á þarf að halda tryggt öruggt húsnæði á vegum bæjarins. Uppbygging félagslegra úrræða er ekki lengur nær eingöngu á höndum nágrannasveitarfélaga, heldur tekur Garðabær stoltur þátt í að grípa það fólk sem höllustum fæti stendur, reisa það við og styðja. Í Garðabæ framtíðarinnar er framúrskarandi þjónusta við fatlað fólk og aðgengismál alltaf höfð í huga við framkvæmdir. Bæjarbúar í Garðabæ framtíðarinnar geta verið stoltir af þeirri félagslegu þjónustu sem er veitt. Í Garðabæ framtíðarinnar er Garðatorg blómleg miðstöð menningarlífs og verslunar, þar sem fólk situr úti með drykk á góðviðrisdögum og nýtur samveru með skemmtilegu fólki. Menningarhús Garðabæjar heldur úti fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa og mannlífið blómstrar. Garðabær framtíðarinnar tekur utan um og ýtir undir sérstöðu hverfa sinna, eflir þau og styrkir. Þar fá félagasamtök og íþróttafélög sambærileg framlög og áhuga frá sveitarfélaginu, óháð því hvar þau eru í bænum. Í Garðabæ framtíðarinnar finnum við nefnilega öll að við tilheyrum heildinni og erum samstíga í því að búa til umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum. Garðabæjarlistinn hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að fylgja henni eftir. Við bjóðum Garðbæingum með okkur í þessa vegferð og hlökkum til kosningabaráttunnar sem framundan er. Saman getum við skapað enn betri Garðabæ. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Garðabær er merkilegur bær fyrir margra hluta sakir. Nálægð við náttúruperlur, rík saga, frábærir skólar, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og auðvitað fólkið sjálft eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að fólk velur að búa hér. Það er yndislegt að búa í Garðabæ. Garðabæjarlistinn veit þó að með nýrri og ferskri forgangsröðun má gera bæinn enn betri til framtíðar, fyrir okkur öll. Í Garðabæ framtíðarinnar getur ungt fólk loksins keypt sér húsnæði vegna þess að í bænum eru byggðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk, og þar sem samningar kveða á um hámarkshækkun á endursöluverði munu næstu ungu kaupendur hverrar eignar einnig njóta hagstæðra kjara. Vegna fjölbreyttrar uppbyggingar munu Garðbæingar geta leigt íbúð í sveitarfélaginu eða fengið búseturéttaríbúð, t.d. ef þeir komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn eða ef þeir þurfa að hverfa af húsnæðismarkaði þegar aðstæður fjölskyldna breytast. Uppbygging innviða í Garðabæ framtíðarinnar tekur mið af íbúaþróun og bærinn er meðvitaður um að helstu nauðsynjar og þjónusta á borð við leik- og grunnskóla eiga helst að vera aðgengilegar í fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimilum fólks. Leikskólagjöld eru hófleg og hugað er sérstaklega að félagslegri einangrun ungmenna með sértæku hópastarfi á borð við hinsegin félagsmiðstöð í sérstöku ungmennahúsi. Í Garðabæ framtíðarinnar er tekjum sveitarfélagsins forgangsraðað þannig að uppbygging á fjölbreyttum samgöngum er sett í öndvegi. Börn geta hjólað á öruggum stígum bæjarhluta á milli, fólk getur tekið strætó ef það vill og gangandi vegfarendur á öllum aldri njóta góðs af minni umferðarhraða og aðgreindum hjóla- og göngustígum. Garðbæingar þurfa ekki að nota bílinn sinn frekar en þeir vilja og geta lagt sitt af mörkum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, enda tekur Garðabær fullan þátt í því verkefni að forða mannkyni frá loftslagshamförum. Í Garðabæ framtíðarinnar er fólki sem á þarf að halda tryggt öruggt húsnæði á vegum bæjarins. Uppbygging félagslegra úrræða er ekki lengur nær eingöngu á höndum nágrannasveitarfélaga, heldur tekur Garðabær stoltur þátt í að grípa það fólk sem höllustum fæti stendur, reisa það við og styðja. Í Garðabæ framtíðarinnar er framúrskarandi þjónusta við fatlað fólk og aðgengismál alltaf höfð í huga við framkvæmdir. Bæjarbúar í Garðabæ framtíðarinnar geta verið stoltir af þeirri félagslegu þjónustu sem er veitt. Í Garðabæ framtíðarinnar er Garðatorg blómleg miðstöð menningarlífs og verslunar, þar sem fólk situr úti með drykk á góðviðrisdögum og nýtur samveru með skemmtilegu fólki. Menningarhús Garðabæjar heldur úti fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa og mannlífið blómstrar. Garðabær framtíðarinnar tekur utan um og ýtir undir sérstöðu hverfa sinna, eflir þau og styrkir. Þar fá félagasamtök og íþróttafélög sambærileg framlög og áhuga frá sveitarfélaginu, óháð því hvar þau eru í bænum. Í Garðabæ framtíðarinnar finnum við nefnilega öll að við tilheyrum heildinni og erum samstíga í því að búa til umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum. Garðabæjarlistinn hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að fylgja henni eftir. Við bjóðum Garðbæingum með okkur í þessa vegferð og hlökkum til kosningabaráttunnar sem framundan er. Saman getum við skapað enn betri Garðabæ. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar