Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:00 Rafmagnslaust hefur verið í Maríupól síðan í byrjun mars. Ganna flúði borgina með foreldrum sínum, systur og mági. Ganna Kotelnikova Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. Ganna Kotelnikova hefur búið í Maríupól alla sína ævi. Hún flúði borgina, ásamt foreldrum sínum, systur, mági og tveimur hundum, þegar flóttaleið opnaðist loks út úr borginni í síðustu viku. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu að frá 2. mars hafi Maríupól verið rafmagns- vatns- og sambandslaus - og á endanum hafi gasið farið líka. Fólk hafi því þurft að safna eldiviði til að útbúa mat, sem var af skornum skammti. „Það var mjög erfitt að finna eldivið í borginni. Hvar sem hægt var að finna eldivið, jafnvel litlu sprekin af trjánum, þau voru notuð til að gera eld til matseldar. Við notuðum allan við sem við komumst í,“ segir Ganna. Matur lagaður við opinn eld úti á götu í Maríupól.Ganna Kotelnikova Í stöðugri hættu Það sé ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það hafi verið að horfa á borgina sína sprengda í loft upp. „Við vorum augljóslega í stöðugri hættu. Við elduðum úti yfir opnum eldi. Smám saman lærðum við muninn á hljóðunum, þannig að þegar flugvél kom nálægt til að sprengja hlupum við og leituðum skjóls. Skildum allt eftir úti,“ segir Ganna. Eftir linnulausar árásir Rússa leituðu Ganna og fjölskylda skjóls í húsi við leikhúsið í Maríupól, sem var gjöreyðilagt í loftárás 16. mars. „Aðstæðurnar voru mjög skelfilegar. Við sátum á gólfinu og báðum bænir. Og allt lék á reiðiskjálfi.“ Áfram í Úkraínu Vinir Gönnu urðu eftir í Maríupól og hún hefur engu sambandi náð við þau. Sjálf eru Ganna og fjölskylda nú komin til borgarinnar Dnipro, þar sem ástandið er betra. „Nokkuð örugg. Á hverjum degi í Dnipro, borginni sem við erum í núna, heyrum við í loftvarnarflautum.“ Foreldrar Hönnu eru 83 ára og 88 ára og hún segir það ekki raunhæfan möguleika fyrir þau að yfirgefa landið. Fjölskyldan verði áfram í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira
Ganna Kotelnikova hefur búið í Maríupól alla sína ævi. Hún flúði borgina, ásamt foreldrum sínum, systur, mági og tveimur hundum, þegar flóttaleið opnaðist loks út úr borginni í síðustu viku. Hún lýsir því í samtali við fréttastofu að frá 2. mars hafi Maríupól verið rafmagns- vatns- og sambandslaus - og á endanum hafi gasið farið líka. Fólk hafi því þurft að safna eldiviði til að útbúa mat, sem var af skornum skammti. „Það var mjög erfitt að finna eldivið í borginni. Hvar sem hægt var að finna eldivið, jafnvel litlu sprekin af trjánum, þau voru notuð til að gera eld til matseldar. Við notuðum allan við sem við komumst í,“ segir Ganna. Matur lagaður við opinn eld úti á götu í Maríupól.Ganna Kotelnikova Í stöðugri hættu Það sé ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig það hafi verið að horfa á borgina sína sprengda í loft upp. „Við vorum augljóslega í stöðugri hættu. Við elduðum úti yfir opnum eldi. Smám saman lærðum við muninn á hljóðunum, þannig að þegar flugvél kom nálægt til að sprengja hlupum við og leituðum skjóls. Skildum allt eftir úti,“ segir Ganna. Eftir linnulausar árásir Rússa leituðu Ganna og fjölskylda skjóls í húsi við leikhúsið í Maríupól, sem var gjöreyðilagt í loftárás 16. mars. „Aðstæðurnar voru mjög skelfilegar. Við sátum á gólfinu og báðum bænir. Og allt lék á reiðiskjálfi.“ Áfram í Úkraínu Vinir Gönnu urðu eftir í Maríupól og hún hefur engu sambandi náð við þau. Sjálf eru Ganna og fjölskylda nú komin til borgarinnar Dnipro, þar sem ástandið er betra. „Nokkuð örugg. Á hverjum degi í Dnipro, borginni sem við erum í núna, heyrum við í loftvarnarflautum.“ Foreldrar Hönnu eru 83 ára og 88 ára og hún segir það ekki raunhæfan möguleika fyrir þau að yfirgefa landið. Fjölskyldan verði áfram í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Sjá meira