Árið þegar veröldin missti vitið Þorsteinn Siglaugsson skrifar 22. mars 2022 21:00 Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Íþessu viðtalivið Spiked-onlineviðurkennir Woolhouse að markviss vernd, eins og lögð var til af aðstandendum Great Barrington yfirlýsingarinnar hefði verið rétta aðferðin, og að hann og félagar hans hafi vitað það. En þau sem stóðu að Great Barrington yfirlýsingunni voru úthrópuð sem falsvísindamenn - og hverjir gerðu það? Jú, einmitt fólkið sem vissi að þau höfðu rétt fyrir sér. Hér er brot úr viðtalinu, þar sem Woolhouse er spurður um vernd viðkvæmra hópa: „Hvernig verndar maður þá þetta fólk? Í fyrsta lagi, þar sem það þarf að vera í einhverjum samskiptum, þá gerir maður þau samskipti eins örugg gagnvart smiti og mögulegt er. Maður gerir allar varúðarráðstafanir sem geta hjálpað, notar grímur, gætir að loftræstingu og líkamlegri fjarlægð. En þetta er ekki nóg eitt og sér Maður þarf líka að ganga úr skugga um að sá sem er í samskiptunum sé ekki sýktur og beri ekki sýkinguna til viðkvæma fólksins sem hann er í samskiptum við. Við ræddum þetta við ýmsa í ríkisstjórninni í apríl og maí 2020. En það var aldrei framkvæmt. Komst aldrei í gang. En samt er alveg ljóst miðað við okkar reynslu að þessi aðferð hefði haft veruleg áhrif. Hún nægði ekki að fullu ein og sér. Það hefði einnig þurft að hamla útbreiðslunni að vissu marki, en það hefði engin þörf verið á samfélagslegum lokunum.“ Lokanir fyrirtækja, ferðabönn lokanir skóla og allar hinar aðgerðirnar voru ekki aðeins gagnslausar heldur stórskaðlegar fyrir samfélagið. En vísindamennirnir sem stýrðu ferðinni, þar á meðal Mark Woolhouse, mæltu með þessum aðgerðum, réttlættu þær og héldu því ranglega fram að þær dygðu. Þeir gerðu lítið úr þeim sem gagnrýndu, útilokuðu þá frá umræðunni, fullyrtu að þeir færu gegn vísindunum. En það var öfugt. Því megum við aldrei gleyma. Hérlendis var svipuðum aðferðum beitt og á Bretlandi. Viðbrögð við gagnrýni og tillögum um betri leiðir voru svipuð. Siðferðið var samskonar. Þessi bók er skref í rétta átt. En ég spyr mig þeirrar spurningar hvort höfundurinn hafi beðið þau afsökunar sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann, Martin Kulldorff, Sunetru Gupta, Jay Bhattacharya og aðra heiðarlega alvöru vísindamenn sem höfðu hugrekki og siðferðisþrek til að segja sannleikann. Ef ekki þá hvet ég hann til að gera það. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bókin "The Year the World Went Mad" eftir Mark Woolhouse, sem er einn sérfræðinga breskra stjórnvalda sem stýrðu aðgerðum gegn kórónaveirunni, er nú komin út sem hljóðbók og kemur á prent 12. apríl. Í þessari bók viðurkennir höfundur að meira og minna allt sem hann og félagar hans lögðu til og stjórnvöld framkvæmdu hafi verið rangt. Íþessu viðtalivið Spiked-onlineviðurkennir Woolhouse að markviss vernd, eins og lögð var til af aðstandendum Great Barrington yfirlýsingarinnar hefði verið rétta aðferðin, og að hann og félagar hans hafi vitað það. En þau sem stóðu að Great Barrington yfirlýsingunni voru úthrópuð sem falsvísindamenn - og hverjir gerðu það? Jú, einmitt fólkið sem vissi að þau höfðu rétt fyrir sér. Hér er brot úr viðtalinu, þar sem Woolhouse er spurður um vernd viðkvæmra hópa: „Hvernig verndar maður þá þetta fólk? Í fyrsta lagi, þar sem það þarf að vera í einhverjum samskiptum, þá gerir maður þau samskipti eins örugg gagnvart smiti og mögulegt er. Maður gerir allar varúðarráðstafanir sem geta hjálpað, notar grímur, gætir að loftræstingu og líkamlegri fjarlægð. En þetta er ekki nóg eitt og sér Maður þarf líka að ganga úr skugga um að sá sem er í samskiptunum sé ekki sýktur og beri ekki sýkinguna til viðkvæma fólksins sem hann er í samskiptum við. Við ræddum þetta við ýmsa í ríkisstjórninni í apríl og maí 2020. En það var aldrei framkvæmt. Komst aldrei í gang. En samt er alveg ljóst miðað við okkar reynslu að þessi aðferð hefði haft veruleg áhrif. Hún nægði ekki að fullu ein og sér. Það hefði einnig þurft að hamla útbreiðslunni að vissu marki, en það hefði engin þörf verið á samfélagslegum lokunum.“ Lokanir fyrirtækja, ferðabönn lokanir skóla og allar hinar aðgerðirnar voru ekki aðeins gagnslausar heldur stórskaðlegar fyrir samfélagið. En vísindamennirnir sem stýrðu ferðinni, þar á meðal Mark Woolhouse, mæltu með þessum aðgerðum, réttlættu þær og héldu því ranglega fram að þær dygðu. Þeir gerðu lítið úr þeim sem gagnrýndu, útilokuðu þá frá umræðunni, fullyrtu að þeir færu gegn vísindunum. En það var öfugt. Því megum við aldrei gleyma. Hérlendis var svipuðum aðferðum beitt og á Bretlandi. Viðbrögð við gagnrýni og tillögum um betri leiðir voru svipuð. Siðferðið var samskonar. Þessi bók er skref í rétta átt. En ég spyr mig þeirrar spurningar hvort höfundurinn hafi beðið þau afsökunar sem höfðu rétt fyrir sér allan tímann, Martin Kulldorff, Sunetru Gupta, Jay Bhattacharya og aðra heiðarlega alvöru vísindamenn sem höfðu hugrekki og siðferðisþrek til að segja sannleikann. Ef ekki þá hvet ég hann til að gera það. Höfundur er hagfræðingur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun