Hættir óvænt aðeins 25 ára gömul og í efsta sæti heimslistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 09:01 Ashleigh Barty kyssir bikarinn sem hún vann á heimavelli á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í janúar. EPA-EFE/DEAN LEWINS Nýkrýndur meistari á Opna ástralska risamótinu í tennis tilkynnti í dag, flestum að óvörum, að keppnisferli hennar væri lokið. Það er óhætt að segja að þessar fréttir hafi komið mörgum á óvart enda hefur hún verið í frábæru formi að undanförnu. Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty er aðeins 25 ára gömul og er eins og er í efsta sæti heimslistans. Sigur hennar á Opna ástralska risamótinu fyrir tveimur mánuðum var þriðji sigur hennar á risamóti. „Ég er svo ánægð og svo tilbúin að hætta. Ég veit, í hjarta mínu, að þessi tímapunktur er réttur fyrir mig sem persónu,“ sagði Ashleigh Barty í sex mínútna myndbandi á Instagram síðu sinni en það mátti þó heyra það á henni að þetta reyndi á. BREAKING: Top-ranked tennis player Ash Barty retires at 25.https://t.co/QIk7SwZ2KB— AP Sports (@AP_Sports) March 23, 2022 Barty talaði um að nú væri kominn tími á það fyrir hana að elta aðra drauma í lífinu og hún er ekki lengur bundin því að gera allt sem þarf að gera til að keppa í tennis. Í nóvember tilkynnti Barty um trúlofun sína og golfkennarans Garry Kissick en þau hafa verið saman frá árinu 2016. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi þetta upphátt og já það er erfitt að segja þetta,“ sagði Barty. „Ég hef ekki lengur líkamlega drifkraftinn, eldmóðinn eða allt sem þarf til að skora á sjálfan þig á efsta getustiginu. Ég er búin,“ sagði Barty. An inspiration, a magician on the court, a champion of Wimbledon and the Australian Open World Number One. As you climbed to the very top, you lifted us all. Congratulations to Ash Barty on a magnificent career. pic.twitter.com/Us2B3Z5Ob0— Anthony Albanese (@AlboMP) March 23, 2022 Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hættir því árið 2014 fór hún í tveggja ára frí frá tennis og talaði þá um að hún hafi verið útbrunnin. Það sem kemur kannski mest á óvart er tímasetningin. Þetta er í byrjun keppnisársins og hún hefur unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum og þrjú af síðustu fjórum mótum. Það hafði skilað henni efsta sæti heimslistans. Það er um leið ákveðinn sjarmi yfir því að hætta á toppnum og það gerir svo sannarlega. A bombshell announcement as Ash Barty declares she's walking away from tennis. I ve given absolutely everything I can to this beautiful sport of tennis...I think it s important that i get to enjoy the next phase of my life as Ash Barty the person, not Ash Barty the athlete. pic.twitter.com/Bh7s1Dm3Qf— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 23, 2022 Tennis Ástralía Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Sjá meira
Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty er aðeins 25 ára gömul og er eins og er í efsta sæti heimslistans. Sigur hennar á Opna ástralska risamótinu fyrir tveimur mánuðum var þriðji sigur hennar á risamóti. „Ég er svo ánægð og svo tilbúin að hætta. Ég veit, í hjarta mínu, að þessi tímapunktur er réttur fyrir mig sem persónu,“ sagði Ashleigh Barty í sex mínútna myndbandi á Instagram síðu sinni en það mátti þó heyra það á henni að þetta reyndi á. BREAKING: Top-ranked tennis player Ash Barty retires at 25.https://t.co/QIk7SwZ2KB— AP Sports (@AP_Sports) March 23, 2022 Barty talaði um að nú væri kominn tími á það fyrir hana að elta aðra drauma í lífinu og hún er ekki lengur bundin því að gera allt sem þarf að gera til að keppa í tennis. Í nóvember tilkynnti Barty um trúlofun sína og golfkennarans Garry Kissick en þau hafa verið saman frá árinu 2016. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi þetta upphátt og já það er erfitt að segja þetta,“ sagði Barty. „Ég hef ekki lengur líkamlega drifkraftinn, eldmóðinn eða allt sem þarf til að skora á sjálfan þig á efsta getustiginu. Ég er búin,“ sagði Barty. An inspiration, a magician on the court, a champion of Wimbledon and the Australian Open World Number One. As you climbed to the very top, you lifted us all. Congratulations to Ash Barty on a magnificent career. pic.twitter.com/Us2B3Z5Ob0— Anthony Albanese (@AlboMP) March 23, 2022 Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hættir því árið 2014 fór hún í tveggja ára frí frá tennis og talaði þá um að hún hafi verið útbrunnin. Það sem kemur kannski mest á óvart er tímasetningin. Þetta er í byrjun keppnisársins og hún hefur unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum og þrjú af síðustu fjórum mótum. Það hafði skilað henni efsta sæti heimslistans. Það er um leið ákveðinn sjarmi yfir því að hætta á toppnum og það gerir svo sannarlega. A bombshell announcement as Ash Barty declares she's walking away from tennis. I ve given absolutely everything I can to this beautiful sport of tennis...I think it s important that i get to enjoy the next phase of my life as Ash Barty the person, not Ash Barty the athlete. pic.twitter.com/Bh7s1Dm3Qf— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 23, 2022
Tennis Ástralía Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Sjá meira