Vinnuvika barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 23. mars 2022 14:30 Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið tekið miklum breytingum. Árið 1989 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaður á Íslandi. Sáttmálinn var svo lögfestur hér á landi árið 2013. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á menntun, hvíld og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má mismuna börnum hvað varðar réttindi sáttmálans eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Þrátt fyrir aukna vitund um réttindi barna og bann við mismunun þeirra má þó víða í samfélaginu finna þessa mismunun sem að sumu leyti eru leifar fyrri tíma, leifar annars samfélags. Hér verður tæpt á því sem viðvíkur vinnutíma barna. Skóladagur grunnskólabarna byrjar yfirleitt upp úr klukkan átta að morgni og stendur fram eftir degi, þó mislangt eftir aldri barnanna. Eftir skóladaginn fara yngstu börnin gjarnan í frístund til um klukkan fjögur eða fimm. Sum þeirra eiga þess kost að sækja tómstundir sínar úr frístundinni en önnur þurfa að sækja tómstundir eftir að skóladegi líkur, gjarnan milli klukkan 16 og 19. Vonandi munu öll börn á grunnskólaaldri geta sinnt öllum tómstundum sínum innan hefðbundins vinnudags áður en langt um líður. Er heim er komið er svo heimavinnan eftir, auka vinna sem bætt er á börnin til að sinna eftir að skóladegi lýkur. Fleiri stærðfræðidæmi, meiri lestur, spurningar, sögur, ritgerðir og fleira. Jafnvel þarf að ljúka því sem ekki tókst að ljúka í skólanum. Þetta skal vinna eftir langan vinnudag. Örþreyttir foreldrar og börn leggjast yfir vinnuna meðan á matseld stendur. Jafnvel tekur heimavinnan það mikinn toll að svefntími barnanna skerðist. Foreldrar eiga mis auðvelt með að hjálpa börnum sínum með heimanám, enda er bakgrunnur þeirra, menntun og forsendur misjafnar. Þarna skapast mikil mismunun meðal barna, mismunun sem er ólögleg samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau börn sem eiga hve erfiðast með að ljúka vinnu sinni eiga jafnvel erfiðast með að fá aðstoð heima. Ég geri ekki ráð fyrir að launafólk yrði sátt ef að eftir hvern vinnudag þyrfti ávallt að sinna ákveðnum verkefnum heima, svo sem að lesa tvær skýrslur í hverri viku, færa bókhald fyrir einn mánuð eða svara tölvupósti einungis heima. Hin aukna vitund um að skilja að frítíma og vinnu hefur ekki alls staðar náð til barna og fjölskyldna þeirra. Barnheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja skólasamfélagið á Íslandi að gefa börnum frí eftir að skóladegi lýkur. Samtökin hvetja alla skóla til að afnema heimavinnu og að allt það nám sem börnin eiga að sinna fari fram innan skólans. Í skólanum eiga börn að fá þá aðstoð sem þeim ber til að sinna námi sínu. Vitað er að víða hefur þessi forna hefð verið afnumin og það ber að þakka. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið tekið miklum breytingum. Árið 1989 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaður á Íslandi. Sáttmálinn var svo lögfestur hér á landi árið 2013. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á menntun, hvíld og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má mismuna börnum hvað varðar réttindi sáttmálans eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Þrátt fyrir aukna vitund um réttindi barna og bann við mismunun þeirra má þó víða í samfélaginu finna þessa mismunun sem að sumu leyti eru leifar fyrri tíma, leifar annars samfélags. Hér verður tæpt á því sem viðvíkur vinnutíma barna. Skóladagur grunnskólabarna byrjar yfirleitt upp úr klukkan átta að morgni og stendur fram eftir degi, þó mislangt eftir aldri barnanna. Eftir skóladaginn fara yngstu börnin gjarnan í frístund til um klukkan fjögur eða fimm. Sum þeirra eiga þess kost að sækja tómstundir sínar úr frístundinni en önnur þurfa að sækja tómstundir eftir að skóladegi líkur, gjarnan milli klukkan 16 og 19. Vonandi munu öll börn á grunnskólaaldri geta sinnt öllum tómstundum sínum innan hefðbundins vinnudags áður en langt um líður. Er heim er komið er svo heimavinnan eftir, auka vinna sem bætt er á börnin til að sinna eftir að skóladegi lýkur. Fleiri stærðfræðidæmi, meiri lestur, spurningar, sögur, ritgerðir og fleira. Jafnvel þarf að ljúka því sem ekki tókst að ljúka í skólanum. Þetta skal vinna eftir langan vinnudag. Örþreyttir foreldrar og börn leggjast yfir vinnuna meðan á matseld stendur. Jafnvel tekur heimavinnan það mikinn toll að svefntími barnanna skerðist. Foreldrar eiga mis auðvelt með að hjálpa börnum sínum með heimanám, enda er bakgrunnur þeirra, menntun og forsendur misjafnar. Þarna skapast mikil mismunun meðal barna, mismunun sem er ólögleg samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau börn sem eiga hve erfiðast með að ljúka vinnu sinni eiga jafnvel erfiðast með að fá aðstoð heima. Ég geri ekki ráð fyrir að launafólk yrði sátt ef að eftir hvern vinnudag þyrfti ávallt að sinna ákveðnum verkefnum heima, svo sem að lesa tvær skýrslur í hverri viku, færa bókhald fyrir einn mánuð eða svara tölvupósti einungis heima. Hin aukna vitund um að skilja að frítíma og vinnu hefur ekki alls staðar náð til barna og fjölskyldna þeirra. Barnheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja skólasamfélagið á Íslandi að gefa börnum frí eftir að skóladegi lýkur. Samtökin hvetja alla skóla til að afnema heimavinnu og að allt það nám sem börnin eiga að sinna fari fram innan skólans. Í skólanum eiga börn að fá þá aðstoð sem þeim ber til að sinna námi sínu. Vitað er að víða hefur þessi forna hefð verið afnumin og það ber að þakka. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun