Sköpum umhverfi sem eykur atvinnuþátttöku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:30 Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun