Norska fjármálaráðuneytið greindi frá þessu fyrir stundu eftir að tilkynnt var að Stoltenberg hafi verið beðinn og þegið að gegna stöðu framkvæmdastjóra NATO í eitt ár lengur en til stóð vegna ástandsins í heiminum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ida Wolden Bache verður áfram seðlabankastjóri landsins.

Greint var frá því fyrr á árinu að Stoltenberg hafi verið skipaður seðlabankastjóri í Noregi og að hann myndi taka við stöðunni þegar embættistíð hans hjá NATO lyki, það er í október.
Ida Wolden Bache, sem hefur verið aðstoðarseðlabankastjóri Noregs síðustu ár, hefur verið starfandi seðlabankastjóri síðustu vikurnar og hafði verið falið að gegna stöðunni þar til að Stoltenberg tæki við í október næstkomandi. Hún hefur nú verið skipuð í embættið.
Bache var í hópi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra, en Stoltenberg var skipaður í stöðuna í febrúar síðastliðinn.