Innlent

Jóhanna Ýr efst á lista Framsóknar í Hveragerði

Smári Jökull Jónsson skrifar
Framsóknarflokkurinn í Hveragerði er tilbúinn með sinn framboðslista fyrir kosningarnar í maí.
Framsóknarflokkurinn í Hveragerði er tilbúinn með sinn framboðslista fyrir kosningarnar í maí. Aðsend

Framsóknarflokkurinn í Hveragerði hefur birt framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí en listinn var samþykktur á félagsfundi í Gróðurhúsinu í Hveragerði.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi, leiðir listann en hún skipaði annað sæti lista Frjálsra með Framsókn í síðustu kosningum.  Þá hlaut listinn einn mann kjörinn af alls sjö bæjarfulltrúum.

Sjálfstæðisflokkurinn er einn í meirihluta í Hveragerði og hefur verið síðan 2006.

Listi Framsóknarflokksins má sjá hér að neðan.

  1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
  2. Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri
  3. Andri Helgason, sjúkraþjálfari
  4. Lóreley Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
  5. Thelma Rún Rúnólfsdóttir, háskólanemi og leiðbeinandi á leikskóla
  6. Snorri Þorvaldsson, lögreglumaður
  7. Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
  8. Arnar Ingi Ingólfsson, byggingarfræðingur og húsasmíðameistari
  9. Hanna Einarsdóttir, háskólanemi og söngkona
  10. Halldór Karl Þórsson, körfuknattleiksþjálfari
  11. Brynja Sif Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
  12. Örlygur Atli Guðmundsson, tónlistarkennari og kórstjóri
  13. Magnea Ásdís Árnadóttir, eftirlaunþegi
  14. Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×