Úkraínumenn snúa vörn í sókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2022 06:31 Götur Odesa eru stráðar hindrunum gegn skriðdrekum, ef Rússar skyldu ná inn í borgina. AP/Petros Giannakouris Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira
Fullyrðingar Úkraínustjórnar virðast ekki byggja á baráttuandanum einum saman heldur er það mat sumra vestrænna embættismanna að ákveðin viðsnúningur hafi orðið á nokkrum stöðum. Guardian hefur til að mynda eftir hershöfðingjanum Mick Smeath, sendifulltrúa Breta í varnarmálum í sendiráðinu í Washington, að samkvæmt breskum öryggisyfirvöldum virðist Úkraínumenn hafa tekið aftur tvo bæi vestur af Kænugarði. „Það er líklegt að árangursríkar mótaðgerðir Úkraínu muni koma niður á getu rússneskra hersveita til að endurskipuleggja sig og halda áfram sókn sinni í átt að Kænugarði,“ segir Smeath. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að Úkraínumönnum hafi tekist að gera árásir á mikilvæg skotmörk, sem hafi neytt Rússa til að senda herafla frá átakasvæðum til að vernda birgðaleiðir. Dæmi um þessar árángursríku árásir væru lendingaskipið og skotvopnabirgðirnar í Berdyansk, sem voru eyðilagðar í gær. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 24 March 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/2O1nVfKz2k #StandWithUkraine pic.twitter.com/gJ1oY9fUqu— Ministry of Defence (@DefenceHQ) March 24, 2022 Ótrúlega „stöðvanlegir“ Bandaríkjamenn segja Rússa að verða uppiskroppa með nákvæmnisvopn sín og vera líklega til að reiða sig í auknum mæli á hefðbundin skotvopn og svokallaðar „heimskar sprengjur“; sprengjur sem sleppt er úr lofti og valda skaða á þeim stað sem þær lenda, handahófskennt. Associated Press segir frá því að það sem hafi komið einna mest á óvart í stríðinu er hversu illa Rússar hafa staðið að vígi. Eftir tvo áratugi af nútímavæðingu hafi hersveitir þeirra reynst illa undirbúnar, illa samhæfðar og ótrúlega „stöðvanlegar“. Nató áætlar að um 7 til 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni og mun fleiri særst. Robert Gates, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku leyniþjónustunnar og varnarmálaráðherra, segir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hljóti að hafa orðið fyrir vonbrigðum með frammistöðu hersveita sinna. „Í Úkraínu erum við að sjá menn sem hafa verið kvaddir til herskyldu ekki vita hvers vegna þeir eru þarna, óæfða og bara stórkostleg vandamál með forystuna og stjórnun og ótrúlega lélega taktík,“ sagði Gates nýlega. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir að Úkraínumenn séu nú í sókn á ákveðnum svæðum, hafa Rússar sótt fram annars staðar, til að mynda í Maríupól, og halda víða áfram viðstöðulausum sprengjuárásum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Sjá meira