Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 15:00 Rússneskir hermenn við Maríupól. Getty Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira