Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 15:00 Rússneskir hermenn við Maríupól. Getty Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskur herforingi sagði í dag að Rússar hefðu að mestu náð markmiðum sínum í Úkraínu og ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Hann sagði sömuleiðis að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Rússneski herinn viðurkenndi í dag að 1.351 hermaður hafði fallið í Úkraínu. Embættismenn í Vesturlöndum áætla að frá sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum. Úkraínski herinn segja að skipið sem Úkraínumenn eyðilögðu við höfnina í Berdyansk í gær hafi ekki verið Orsk, eins og áður var talið, heldur skipið Saratov. Þá hafi tvö önnur lendingaskip, Caesar Kunikov og Novocherkassk, skemmst. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var harðorður þegar hann ávarpaði leiðtoga Evrópusambandsins í gær. Hann sagði Úkraínumenn þakkláta en ef vesturveldin hefðu gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hefði Pútín líklega ekki ráðist inn í Úkraínu. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi varaformaður rússneska öryggisráðsins, segir „kjánalegt“ að halda að viðskiptaþvinganir muni hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda í Moskvu. Athafnamenn hafi engin áhrif á stjórnvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag heimsækja Pólland og ferðast allt að 80 kílómetra frá landamærunum að Úkraínu. Þá mun hann lenda í Varsjá í kvöld. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira