Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2022 14:42 Rússneskir hermenn við Maríupól. Getty Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Rússlands í dag hélt Sergey Rodskoy, herforingi, því fram að flugher Úkraínu hefði næstum því verið þurrkaður út og flotinn væri ekki lengur til staðar. Hann sagði að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Úkraínumenn ættu ekkert varalið að lítið þjálfuðum sjálfboðaliðum undanskildum. Rodskoy hélt því einnig fram að margar borgir Úkraínu væru umkringdar og þar á meðal Kænugarður, sem er ekki rétt, og sagði hann markmiðið með því að koma í veg fyrir að Úkraínumenn myndu gætu sent liðsauka til Donbas. Ummæli herforingjans þykja til marks um að Rússar ætli mögulega að draga úr umfangi innrásarinnar. Hann sagði þó að aðgerðum Rússa yrði haldið áfram þar til ótilgreindum markmiðum væri náð. Segjast hafa haft tvö markmið í huga Í frétt Interfax fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rosdkoy að yfirvöld í Rússlandi hafi íhugað tvö stór markmið í Úkraínu. Annað hafi verið að taka Donbas-hérað og hitt hafi verið að taka alla Úkraínu. Sókn Rússa hefur verið stöðvuð víða um Úkraínu og við Kænugarð og suður við Mykolaiv hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir á Rússa. Rússar hafa lagt mikið púður í því að hernema allt Donbas-hérað. Skömmu fyrir innrásina lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússland viðurkenndi yfirráðasvæði tveggja fylkinga aðskilnaðarsinna í Donbass sem sjálfstæð lýðveldi. Þau kallast Donetsko og Luhansk og Pútín lýsti því yfir að yfirráðasvæði þessara lýðvelda ætti að vera allt Donbas-hérað. Aðskilnaðarsinnarnir stjórnuðu þó einungis um þriðjungi héraðsins og það gerður þeir með aðstoð Rússlands árið 2014. Taldir ætla að króa fjórðung hers Úkraínu af Í gær var sagt frá því á Vísi að sérfræðingar teldu Rússa ætla að leggja meiri áherslu á Donbas og reyna að króa af stóran hluta úkraínska hersins sem er þar. Talið er að allt að fjörutíu þúsund úkraínskir hermenn, þjálfaðir og reynslumiklir, séu á víglínunni í Donbas. Það myndi samsvarar um fjórðungi af herafla Úkraínu, þegar innrás Rússa hófst fyrir mánuði síðan. Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Gáfu tölur um mannfall í fyrsta sinn í margar vikur Fyrr í dag gáfu Rússar það út að 1.351 rússneskur hermaður hefði fallið í átökum í Úkraínu og 3.825 hefðu særst. Þetta er í fyrsta sinn í margar vikur sem Rússar gefa út tölur um mannfall í Rússlandi en áður höfðu þeir sagt að 498 hefðu fallið. Þessar tölur hafa þegar verið dregnar í efa en forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sögðu í gær áætlað að sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið. Væru særðir, týndir og handsamaðir hermenn taldir með gæti fjöldinn verið um fjörutíu þúsund. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. 25. mars 2022 11:58 Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. 25. mars 2022 09:25 Vaktin: Að minnsta kosti 300 létust í leikhúsinu í Maríupól Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Á blaðamannafundi Varnarmálaráðuneytis Rússlands í dag hélt Sergey Rodskoy, herforingi, því fram að flugher Úkraínu hefði næstum því verið þurrkaður út og flotinn væri ekki lengur til staðar. Hann sagði að minnst fjórtán þúsund úkraínskir hermenn hefðu verið felldir og minnst sextán þúsund særðir. Úkraínumenn ættu ekkert varalið að lítið þjálfuðum sjálfboðaliðum undanskildum. Rodskoy hélt því einnig fram að margar borgir Úkraínu væru umkringdar og þar á meðal Kænugarður, sem er ekki rétt, og sagði hann markmiðið með því að koma í veg fyrir að Úkraínumenn myndu gætu sent liðsauka til Donbas. Ummæli herforingjans þykja til marks um að Rússar ætli mögulega að draga úr umfangi innrásarinnar. Hann sagði þó að aðgerðum Rússa yrði haldið áfram þar til ótilgreindum markmiðum væri náð. Segjast hafa haft tvö markmið í huga Í frétt Interfax fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rosdkoy að yfirvöld í Rússlandi hafi íhugað tvö stór markmið í Úkraínu. Annað hafi verið að taka Donbas-hérað og hitt hafi verið að taka alla Úkraínu. Sókn Rússa hefur verið stöðvuð víða um Úkraínu og við Kænugarð og suður við Mykolaiv hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir á Rússa. Rússar hafa lagt mikið púður í því að hernema allt Donbas-hérað. Skömmu fyrir innrásina lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússland viðurkenndi yfirráðasvæði tveggja fylkinga aðskilnaðarsinna í Donbass sem sjálfstæð lýðveldi. Þau kallast Donetsko og Luhansk og Pútín lýsti því yfir að yfirráðasvæði þessara lýðvelda ætti að vera allt Donbas-hérað. Aðskilnaðarsinnarnir stjórnuðu þó einungis um þriðjungi héraðsins og það gerður þeir með aðstoð Rússlands árið 2014. Taldir ætla að króa fjórðung hers Úkraínu af Í gær var sagt frá því á Vísi að sérfræðingar teldu Rússa ætla að leggja meiri áherslu á Donbas og reyna að króa af stóran hluta úkraínska hersins sem er þar. Talið er að allt að fjörutíu þúsund úkraínskir hermenn, þjálfaðir og reynslumiklir, séu á víglínunni í Donbas. Það myndi samsvarar um fjórðungi af herafla Úkraínu, þegar innrás Rússa hófst fyrir mánuði síðan. Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Gáfu tölur um mannfall í fyrsta sinn í margar vikur Fyrr í dag gáfu Rússar það út að 1.351 rússneskur hermaður hefði fallið í átökum í Úkraínu og 3.825 hefðu særst. Þetta er í fyrsta sinn í margar vikur sem Rússar gefa út tölur um mannfall í Rússlandi en áður höfðu þeir sagt að 498 hefðu fallið. Þessar tölur hafa þegar verið dregnar í efa en forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sögðu í gær áætlað að sjö til fimmtán þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið. Væru særðir, týndir og handsamaðir hermenn taldir með gæti fjöldinn verið um fjörutíu þúsund.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. 25. mars 2022 11:58 Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. 25. mars 2022 09:25 Vaktin: Að minnsta kosti 300 létust í leikhúsinu í Maríupól Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. 25. mars 2022 11:58
Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. 25. mars 2022 09:25
Vaktin: Að minnsta kosti 300 létust í leikhúsinu í Maríupól Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31
Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. 24. mars 2022 19:21