Vill að umdeilt listaverk til heiðurs samstarfi Rússa og NATO verði fjarlægt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 22:51 Ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf Rússlands við NATO-ríkin. Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili. Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Sjá meira
Listaverkið heitir 20 logar og er eftir Huldu Hákon. Það hefur staðið fyrir utan Hótel Sögu í tvo áratugi og er minnisvarði fyrir sögulegan fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna með utanríkisráðherra Rússlands sem var haldinn þar árið 2002. Listaverkið er klárlega eitt það umdeildasta sem við eigum hér á Íslandi og á því hafa nokkrum sinnum verið unnar skemmdir, síðast árið 2018 og þá leit þetta listaverk svona út: Verkið eftir skemmdarverk árið 2018. vísir Hernaðarandstæðingar segjast ekki hafa stolið logunum Og nokkrum árum fyrr höfðu tveimur af tuttugu logum verksins verið stolið. Lengi hefur sá orðrómur verið uppi að Samtök hernaðarandstæðinga hafi staðið að baki stuldinum en því neitar Stefán Pálsson, ritari samtakanna. „Ég veit ekki hverjir hafa gert það en allavega tvívegis hefur verið slett á þetta málningu og einhverjir hafa gert sér að leik að hnupla þessum logum sem þess utan hafa upplitast mikið vegna brennisteins í loftinu. Þannig þetta er svona frekar óheppið listaverk,“ segir hann. Logarnir 20 kulnaðir Og nú vill hann að listaverkið verði fjarlægt. „Ég velti því nú fyrir mér í ljósi síðustu atburða í heimsmálunum hvort það sé í rauninni nokkur sem vilji hafa þetta verk hérna uppi. Ég held að það hljóti að vera hægt að ná nokkuð breiðri samstöðu um það í dag að taka niður þetta verk,“ segir Stefán. Forsendur verksins eru þannig brostnar að mati Stefáns. „Boðskapur þessa verks átti að vera vinátta Rússlands og NATO. Og ég held að það fari nú mjög lítið fyrir þeirri vináttu í dag. Logarnir sem standa upp úr steininum eru 20 talsins. Aðildarríki NATO voru 19 þegar það var sett upp og táknar hver logi eitt NATO-ríki og er einn aukalogi á verkinu fyrir Rússland. Væntanlegt samstarf sem aldrei varð. Logarnir 20 kulnaðir - allavega í bili.
Styttur og útilistaverk Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Reykjavík Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Sjá meira