Fá hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leigu vegna faraldursins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 23:23 Hótelið var meðal annars nýtt undir farsóttarhús fyrir Covid-smitaða. Vísir/Egill Fosshótel fær 33 prósent afslátt af leigugreiðslum sem spönnuðu yfir eins árs tímabil og þar af leiðandi hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leiguverði. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu nýlega, en áður hafði dómurinn komist að þeirri niðurstöðu að lækka bæri leiguna um 50 prósent. Hæstiréttur ómerkti þann dóm vegna annmarka á dómi héraðsdóms en tók ekki efnislega afstöðu til leigugreiðslnanna. Markaðsaðstæður geti breyst Fosshótel bar fyrir sig að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik, svokallað force majeure, hafi gert það að verkum að því væri ókleift að efna leigusamninginn. Ósanngjarnt væri að hótelið þyrfti eitt að bera þungan af lokunum vegna kórónuveirunnar en hótelinu var lokað í heilt ár, frá 31. mars 2020 til 31. mars 2021 og öllum 129 starfsmönnum hótelsins sagt upp. Fyrirtækið Íþaka ehf., sem leigir Fosshótelum húsnæðið, sagði að faraldurinn hafi ekki verið hindrun í kröfuréttarlegum skilningi heldur væri einfaldlega um breyttar markaðsaðstæður að ræða. Hærri leigugreiðslna yrði ekki krafist þegar vel gengi, ekki frekar en þegar illa gengi í rekstrinum, og Fosshótelum hafi því ekki verið ókleift að efna samninginn. Leigufélagið sagði enn fremur að í viðskiptum mætti alltaf búast við því að ytri aðstæður gætu breyst og haft þannig áhrif á gengi hótelsins. Ósanngjarnt væri að verri markaðsaðstæður leiddu til þess að leigugreiðslur féllu niður eða að greiða ætti lægri leigu fyrir húsnæðið. Faraldurinn force majeure Héraðsdómur sagði ljóst að ófyrirséð og ófyrirsjáanleg atvik gætu leitt til þess að ómögulegt væri að efna skuldbindingar samkvæmt samningum. Kórónuveirufaraldurinn falli sannarlega undir slík atvik. Því var niðurstaðan sú að eðlilegt væri, vegna atvika sem síðar komu til, að breyta leiguverði samkvæmt samningnum. Fosshótelum bæri því að greiða tvo þriðju hluta leigufjárhæðarinnar eða tæpar 280 milljónir króna en leigufélagið krafðist Héraðsdómurinn er nokkuð ítarlegur en hann má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira