Þegar snókeræði greip um sig á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. mars 2022 14:01 Í Valsheimilinu 1. febrúar 1990. vísir Það vita allir hvað pool er en færri vita hvaða íþrótt ballskák, eða snóker, er. En fyrir um þremur áratugum síðan vissu það allir á Íslandi enda hafði þá gripið um sig gríðarlegt æði fyrir sportinu hér á landi. Æðið náði líklega hápunkti sínum í byrjun febrúar 1990 þegar stórmeistararnir Steve Davis og Alex Higgins komu til landsins til að spila snóker fyrir troðfullu Valsheimili. Snókertímabilið var tekið fyrir í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan: Úr 128 borðum í 12 „Ég hugsa að svona 1987 eða 88 byrji snóker að fljúga upp listann hérna og er alveg mjög vinsælt til svona 93,“ segir Brynjar Valdimarsson, eða Binni eins og hann er iðulega kallaður, eigandi Snooker & Pool í Lágmúla. Það er annar tveggja staða í Reykjavík þar sem má finna snókerborð. Þau voru aðeins fleiri hér á árum áður. „Á höfuðborgarsvæðinu voru 128 borð í útleigu ef ég man rétt. En þau voru náttúrulega fleiri - það voru mörg í heimahúsum líka. Og á landinu öllu hafa verið um 180 borð í útleigu. Það var snókerstofa í Keflavík og á Selfossi... stórar og flottar stofur. Þetta var mega bissness. Fullt alls staðar og biðlistarnir endalausir,“ segir Binni. vísir/arnar 128 borð í bænum þá en ekki nema 12 í dag. En hvað í ósköpunum olli þessari rosalegu hnignun á áhuga Íslendinga á snóker? Íþrótt sem nýtur enn gríðarlegrar vinsældar úti í heimi sem fer ört vaxandi. Hvað gerðist í kring um árið 1993 á Íslandi? „Mig minnir að þá hafi þetta gengið illa hjá Stöð 2 og þeir hættu með útsendingar af snóker. þá fylgdi RÚV í kjölfarið og síðan fór snóker eiginlega bara beint niður í vinsældum. Þetta sýnir mátt sjónvarpsins. Erfitt sport Þá er samkeppnin í dag mikil. Heimurinn er orðinn hraðari en snóker er þolinmæðisíþrótt. „Þú ert náttúrulega í keppni við aðra hluti sko. Þú ert með tölvur, samfélagsmiðla, leiki... það sem er sýnt í sjónvarpinu; til dæmis fótbolti og golf og það er þá það sem ungt fólk myndi þá frekar sækja í,“ segir Binni. Brynjar Valdimarsson er eigandi snóker- og pool-stofunnar í Lágmúla.vísir/arnar Snóker er þá auðvitað ekki einfaldasta íþrótt í heimi. „Þetta er bara tæknisport skilurðu. Fólk er miklu fljótara að geta hitt kúlunum niður í pool en snóker er miklu erfiðara,“ segir Binni. Snókerborð er nefnilega miklu stærra en pool-borð og á móti kemur að bæði kúlurnar og vasinn eru minni. Reglurnar eru líka dálítið flóknari en leikurinn snýst um að safna sem flestum stigum með því að hitta til skiptis rauðri kúlu niður og lituðum kúlum. Rauð kúla gefur eitt stig en litirnir misjafnlega mörg stig, svört mest. Hækkandi meðalaldur „Meðalaldurinn í snóker hefur hækkað ansi mikið. Við getum orðað það þannig,“ segir Binni. Það gefur auga leið að hækkun meðalaldurs iðkenda er ekki góðs viti fyrir neina íþrótt. En þetta vill Binni laga. Og lausnin er ekki endilega flókin. „Það væri hægt að efla áhugann mjög mikið ef við kæmum snóker meira í sjónvarpið. Það er raunverulega alltaf leiðin held ég. Besta auglýsingin fyrir snóker er sjónvarp,“ segir hann. Þetta segist Binni staðráðinn í að reyna að gera á næstunni. Og hver veit því nema í framhaldinu verði hægt að upplifa hér á Íslandi stemmningu á borð við þá sem var í Valsheimilinu í febrúar 1990. Stemmningin var góð í Valsheimilinu.vísir Snóker Reykjavík Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
Æðið náði líklega hápunkti sínum í byrjun febrúar 1990 þegar stórmeistararnir Steve Davis og Alex Higgins komu til landsins til að spila snóker fyrir troðfullu Valsheimili. Snókertímabilið var tekið fyrir í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan: Úr 128 borðum í 12 „Ég hugsa að svona 1987 eða 88 byrji snóker að fljúga upp listann hérna og er alveg mjög vinsælt til svona 93,“ segir Brynjar Valdimarsson, eða Binni eins og hann er iðulega kallaður, eigandi Snooker & Pool í Lágmúla. Það er annar tveggja staða í Reykjavík þar sem má finna snókerborð. Þau voru aðeins fleiri hér á árum áður. „Á höfuðborgarsvæðinu voru 128 borð í útleigu ef ég man rétt. En þau voru náttúrulega fleiri - það voru mörg í heimahúsum líka. Og á landinu öllu hafa verið um 180 borð í útleigu. Það var snókerstofa í Keflavík og á Selfossi... stórar og flottar stofur. Þetta var mega bissness. Fullt alls staðar og biðlistarnir endalausir,“ segir Binni. vísir/arnar 128 borð í bænum þá en ekki nema 12 í dag. En hvað í ósköpunum olli þessari rosalegu hnignun á áhuga Íslendinga á snóker? Íþrótt sem nýtur enn gríðarlegrar vinsældar úti í heimi sem fer ört vaxandi. Hvað gerðist í kring um árið 1993 á Íslandi? „Mig minnir að þá hafi þetta gengið illa hjá Stöð 2 og þeir hættu með útsendingar af snóker. þá fylgdi RÚV í kjölfarið og síðan fór snóker eiginlega bara beint niður í vinsældum. Þetta sýnir mátt sjónvarpsins. Erfitt sport Þá er samkeppnin í dag mikil. Heimurinn er orðinn hraðari en snóker er þolinmæðisíþrótt. „Þú ert náttúrulega í keppni við aðra hluti sko. Þú ert með tölvur, samfélagsmiðla, leiki... það sem er sýnt í sjónvarpinu; til dæmis fótbolti og golf og það er þá það sem ungt fólk myndi þá frekar sækja í,“ segir Binni. Brynjar Valdimarsson er eigandi snóker- og pool-stofunnar í Lágmúla.vísir/arnar Snóker er þá auðvitað ekki einfaldasta íþrótt í heimi. „Þetta er bara tæknisport skilurðu. Fólk er miklu fljótara að geta hitt kúlunum niður í pool en snóker er miklu erfiðara,“ segir Binni. Snókerborð er nefnilega miklu stærra en pool-borð og á móti kemur að bæði kúlurnar og vasinn eru minni. Reglurnar eru líka dálítið flóknari en leikurinn snýst um að safna sem flestum stigum með því að hitta til skiptis rauðri kúlu niður og lituðum kúlum. Rauð kúla gefur eitt stig en litirnir misjafnlega mörg stig, svört mest. Hækkandi meðalaldur „Meðalaldurinn í snóker hefur hækkað ansi mikið. Við getum orðað það þannig,“ segir Binni. Það gefur auga leið að hækkun meðalaldurs iðkenda er ekki góðs viti fyrir neina íþrótt. En þetta vill Binni laga. Og lausnin er ekki endilega flókin. „Það væri hægt að efla áhugann mjög mikið ef við kæmum snóker meira í sjónvarpið. Það er raunverulega alltaf leiðin held ég. Besta auglýsingin fyrir snóker er sjónvarp,“ segir hann. Þetta segist Binni staðráðinn í að reyna að gera á næstunni. Og hver veit því nema í framhaldinu verði hægt að upplifa hér á Íslandi stemmningu á borð við þá sem var í Valsheimilinu í febrúar 1990. Stemmningin var góð í Valsheimilinu.vísir
Snóker Reykjavík Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira