Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 07:56 Eldsneytisgeymslur í Lviv urðu fyrir sprengjum Rússa í nótt. Gett7Joe Raedle Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. Langdrægar eldflaugar Rússa lentu á eldsneytisgeymslu úkraínska hersins en þeir beittu stýriflaugunum til að sprengja upp vöruhús sem herinn hafði verið að nota til að gera við loftvarnarkerfi, radarkerfi og skriðdreka. „Rússneski herinn heldur áfram árásaraðgerðum í sérstakri hernaðaraðgerð í Úkraínu,“ sagði í tilkynningu rússneska varnarmálaráðuneytisins í morgun. Rússneskir ráðamenn hafa enn eina ferðina hótað því að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu. Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti og núverandi meðlimur í þjóðaröryggisráði Rússlands, sagði í gær að yfirvöld í Moskvu myndu ekki hika við að beita kjarnavopnum gegn óvini sem aðeins notaði hefðbundin vopn. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur þá enn og aftur kallað eftir því að Bandaríkin og Evrópa tryggi Úkraínumönnum fleiri herþotur, skriðdreka, loftvarnakerfi og önnur vopn. Hann segir stöðuna í Úkraínu munu ráða framhaldinu fyrir öll vestræn ríki. Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti þá til þess í ræðu, sem hann flutti í gærkvöldi að, að embættismennirnir í kring um Vladimír Pútín Rússlandsforseta steypi honum af stóli. Þá uppnefndi hann Pútín „slátrara“. Þá gerðu Rússar árás á kjarnakljúf fyrir utan Kharkív í gærkvöldi. Úkraínska þingið segir enn sem komið er ekki hægt að segja til um hversu alvarlegar skemmdirnar á kjarnakljúfnum eru. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Úkraína Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Langdrægar eldflaugar Rússa lentu á eldsneytisgeymslu úkraínska hersins en þeir beittu stýriflaugunum til að sprengja upp vöruhús sem herinn hafði verið að nota til að gera við loftvarnarkerfi, radarkerfi og skriðdreka. „Rússneski herinn heldur áfram árásaraðgerðum í sérstakri hernaðaraðgerð í Úkraínu,“ sagði í tilkynningu rússneska varnarmálaráðuneytisins í morgun. Rússneskir ráðamenn hafa enn eina ferðina hótað því að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu. Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti og núverandi meðlimur í þjóðaröryggisráði Rússlands, sagði í gær að yfirvöld í Moskvu myndu ekki hika við að beita kjarnavopnum gegn óvini sem aðeins notaði hefðbundin vopn. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur þá enn og aftur kallað eftir því að Bandaríkin og Evrópa tryggi Úkraínumönnum fleiri herþotur, skriðdreka, loftvarnakerfi og önnur vopn. Hann segir stöðuna í Úkraínu munu ráða framhaldinu fyrir öll vestræn ríki. Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti þá til þess í ræðu, sem hann flutti í gærkvöldi að, að embættismennirnir í kring um Vladimír Pútín Rússlandsforseta steypi honum af stóli. Þá uppnefndi hann Pútín „slátrara“. Þá gerðu Rússar árás á kjarnakljúf fyrir utan Kharkív í gærkvöldi. Úkraínska þingið segir enn sem komið er ekki hægt að segja til um hversu alvarlegar skemmdirnar á kjarnakljúfnum eru.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Úkraína Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira