Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 16:52 Auðjöfurinn Roman Abramovich hefur komið að friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands. Getty/Mikhail Svetlov Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að allir mennirnir hafi sýnt einkenni sem séu í samræmi að eitrað hafi verið fyrir þeim en óvíst er hvort það hafi verið gert með efnavopni eða öðrum aðferðum. Þá hafa forsvarsmenn rannsóknarsamtakanna Bellingcat eftir sérfræðingum í eitrunum að hinni meintu eiturefnaárás á Abramovich og meðlimi sendinefndar Úkraínu hafi líklega ekki verið ætlað bana þeim. Líklega hafi markmiðið verið að hræða þá en mennirnir telja að harðlínumenn í Moskvu hafi eitrað fyrir þeim, án þess þó að vita hverjir. The experts said the dosage and type of toxin used was likely insufficient to cause life-threatening damage, and most likely was intended to scare the victims as opposed to cause permanent damage. The victims said they were not aware of who might have had an interest in an attack— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022 Mennirnir eru sagðir hafa fundið verulega til í augum og húð þeirra á höndum og andliti flagnaði af. Abramovich missti sjón í nokkrar klukkustundir eftir eitrunina, samkvæmt Guardian, og var færður á sjúkrahús í Tyrklandi. Þeir eru þó allir sagðir hafa jafnað sig. Meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana degi eftir eitrunina Degi eftir að hin meinta eitrun gegn Roman Abramovich og þremur meðlimum sendinefndar Úkraínu í friðarviðræðum við Rússa var framin, var annar meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana af leyniþjónustu Úkraínu. Þetta var þann 5. mars og var sagt frá því í vakt Vísis þann daginn að fjölmiðlar í Rússlandi sögðu Denis Kireyev hafa verið handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi án dóms og laga. Úkraínumenn sögðu hins vegar að hann hefði verið skotinn til bana við handtöku. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að allir mennirnir hafi sýnt einkenni sem séu í samræmi að eitrað hafi verið fyrir þeim en óvíst er hvort það hafi verið gert með efnavopni eða öðrum aðferðum. Þá hafa forsvarsmenn rannsóknarsamtakanna Bellingcat eftir sérfræðingum í eitrunum að hinni meintu eiturefnaárás á Abramovich og meðlimi sendinefndar Úkraínu hafi líklega ekki verið ætlað bana þeim. Líklega hafi markmiðið verið að hræða þá en mennirnir telja að harðlínumenn í Moskvu hafi eitrað fyrir þeim, án þess þó að vita hverjir. The experts said the dosage and type of toxin used was likely insufficient to cause life-threatening damage, and most likely was intended to scare the victims as opposed to cause permanent damage. The victims said they were not aware of who might have had an interest in an attack— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022 Mennirnir eru sagðir hafa fundið verulega til í augum og húð þeirra á höndum og andliti flagnaði af. Abramovich missti sjón í nokkrar klukkustundir eftir eitrunina, samkvæmt Guardian, og var færður á sjúkrahús í Tyrklandi. Þeir eru þó allir sagðir hafa jafnað sig. Meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana degi eftir eitrunina Degi eftir að hin meinta eitrun gegn Roman Abramovich og þremur meðlimum sendinefndar Úkraínu í friðarviðræðum við Rússa var framin, var annar meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana af leyniþjónustu Úkraínu. Þetta var þann 5. mars og var sagt frá því í vakt Vísis þann daginn að fjölmiðlar í Rússlandi sögðu Denis Kireyev hafa verið handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi án dóms og laga. Úkraínumenn sögðu hins vegar að hann hefði verið skotinn til bana við handtöku.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira