Árétting um sannleiksgildi, fyrir kaffistofugesti og forstjóra Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir skrifar 28. mars 2022 18:00 Hér er svargrein við skrifum Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), Hafa skal það sem sannara reynist, sem birt var í dag, 28. mars, sem svar við grein minni frá 23. mars, Kæru kaffistofugestir. Í grein sinni segir forstjóri KGRP að ég fari með endurteknar rangfærslur. Því hafna ég alfarið. Mér þykir ekki fallegt að trúverðugleiki minn sé dreginn í efa þar sem mér, og flestum öðrum er mikilvægt að vera heiðarleg og greina satt og rétt frá. Förum yfir staðreyndir málsins. Þegar við föllum frá höfum við í grunninn tvo valkosti: Jarðsetningu. Við getum valið að láta jarðsetja kistuna okkar, en það er aðeins hægt að gera í kirkjugarði sbr. 1. gr. laga 36/1993. Allir kirkjugarðar landsins eru vígðir af presti þjóðkirkjunnar sbr. 5. gr. og 2. mgr. 6.gr laga 36/1993. Yfirmaður kirkjugarða landsins er biskup þjóðkirkjunnar sbr. 1 .mgr. 8.gr. laga 36/1993. Bálför. Við getum valið að láta brenna lík okkar í viðurkenndri líkbrennslustofnun sbr. 1. gr. laga 36/1993. Eina bálstofa landsins er bálstofan í Fossvogi, sem staðsett er inn á lóð Fossvogskirkju, og er rekin af KGRP – sem lýtur yfirstjórn prófasta og biskups, sbr. reglur 775/2015. KGRP fær fjármagn til síns reksturs frá Kirkjugarðaráði, sem útdeilir árlegum greiðslum úr ríkissjóði (kirkjugarðsgjald) til kirkjugarða landsins. Formaður Kirkjugarðaráðs er biskup, eða fulltrúi biskups, og biskup hefur úrslitaatkvæði við ákvarðanatöku í Kirkjugarðaráði, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga 36/1993. Kirkjugarðaráð hefur aðsetur á Biskupsstofu. A. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna ofan á kistugröf ástvinar í kirkjugarði. B. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna í duftreit í kirkjugarði. C. Að bálför lokinni má dreifa öskunni yfir hafi eða óbyggðum (eftir að sótt hefur verið um leyfi til sýslumanns) Þetta er það skipulag sem hefur verið við lýði á Íslandi síðan félagar í Bálfarafélagi Íslands gerðu bálstofuna í Fossvogi að veruleika árið 1948. Og það virðist töluvert kappsmál hjá forstjóra KGRP að sem minnstar breytingar verði gerðar á þessu fyrirkomulagi – séu greinaskrif hans skoðuð síðustu áratugina. Það liggur fyrir að bálstofan í Fossvogskirkjugarði er komin til ára sinna og það þarf að reisa nýja bálstofu á Íslandi. Tré lífsins vill taka við þjónustuhlutverki við bálfarir á Íslandi og bjóða þar með bálfaraþjónustu hjá óháðum aðila, óháð athafnarými og nýjan valmöguleika við greftranir í formi gróðursetningu ösku ásamt tré í Minningagarði. Bálstofan í Fossvogskirkjugarði er vissulega öllum opin og engum er meinaður þar aðgangur. Það var sett sem skilyrði þegar Bálfarafélag Íslands lagði rekstur bálstofunnar í hendur KGRP árið 1948. Ég dreg það ekki í efa í minni grein heldur bendi á nýjan valmöguleika sem hentar betur nútíma samfélagi og tekur tillit til fjölbreytni okkar samfélags, nú þegar dómsmálaráðherra stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun í þessum málum. Starfsemi Trés lífsins mun ekki hamla því að Íslendingar geti valið sér athafnarými fyrir mikilvægar athafnir lífsins, hvort sem það er úti í náttúrunni, í kirkjum eða félagsheimilum trúar- eða lífsskoðunarfélaga sinna. En Tré lífsins mun fjölga valkostunum og huga að fjölbreytileika samfélagsins, umhverfismálum og virðingu fyrir vali einstaklingsins. Mikilvægasta forsenda Trés lífsins er að við höfum raunverulegt val um okkar endanlega hvílustað, og að valið sé okkar. Það er fjarri sanni að í fyrri grein minni sé ég að reyna að koma hugsun inn hjá lesendum að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Hlutirnir eru akkúrat eins og ég hef skrifað og staðfestist það í þessari grein með vísan í lög og nánari útskýringu á Tré lífsins. Verði Tré lífsins að veruleika sjáum við fyrir okkur gott samstarf við öll trúar- og lífsskoðunarfélög landsins, starfsmenn þessara félaga, starfsmenn útfararþjónusta en fyrst og fremst þeirra sem vilja nýta sér þjónustu okkar. Tré lífsins vill veita góða þjónustu á mikilvægum tímamótum í lífi fólks, bæði við gleðistundir og við okkar hinstu kveðjustund. Þess vegna er mikilvægt að nægt val sé í boði fyrir fólk og það geti fléttað saman ólíkum möguleikum eftir eigin höfði – enda erum við hvert með sínu sniði og viljum ólíka hluti. Stærstu spurningunni er enn er ósvarað og hún er þessi: hvers vegna leggja KGRP svo mikla áherslu á að sjá um bálfarir þegar það er ekki þeirra lögbundna hlutverk? Í raun ætti ný bálstofa Trés lífsins að vera mikið fagnaðarefni fyrir KGRP þar sem hún leysir vandamál fyrir KGRP sem gætu þá einbeitt sér að sínu lögbundna hlutverki. Í mínu hjarta er það ótvírætt að óháður aðili ætti að veita bálfaraþjónustu á Íslandi vegna þess hve fjölmenningarlegt samfélagið okkar er orðið og að fleiri valmöguleika er þörf. Ég vona að dómsmálaráðherra verði á sama máli og velji framtíðarsýn sem rúmar okkur öll. Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem finnst mikilvægt að rétt sé rétt og að rétt sé sagt frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Kirkjugarðar Tengdar fréttir Kæru kaffistofugestir Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. 23. mars 2022 15:30 Hafa skal það sem sannara reynist Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. 28. mars 2022 09:30 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hér er svargrein við skrifum Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP), Hafa skal það sem sannara reynist, sem birt var í dag, 28. mars, sem svar við grein minni frá 23. mars, Kæru kaffistofugestir. Í grein sinni segir forstjóri KGRP að ég fari með endurteknar rangfærslur. Því hafna ég alfarið. Mér þykir ekki fallegt að trúverðugleiki minn sé dreginn í efa þar sem mér, og flestum öðrum er mikilvægt að vera heiðarleg og greina satt og rétt frá. Förum yfir staðreyndir málsins. Þegar við föllum frá höfum við í grunninn tvo valkosti: Jarðsetningu. Við getum valið að láta jarðsetja kistuna okkar, en það er aðeins hægt að gera í kirkjugarði sbr. 1. gr. laga 36/1993. Allir kirkjugarðar landsins eru vígðir af presti þjóðkirkjunnar sbr. 5. gr. og 2. mgr. 6.gr laga 36/1993. Yfirmaður kirkjugarða landsins er biskup þjóðkirkjunnar sbr. 1 .mgr. 8.gr. laga 36/1993. Bálför. Við getum valið að láta brenna lík okkar í viðurkenndri líkbrennslustofnun sbr. 1. gr. laga 36/1993. Eina bálstofa landsins er bálstofan í Fossvogi, sem staðsett er inn á lóð Fossvogskirkju, og er rekin af KGRP – sem lýtur yfirstjórn prófasta og biskups, sbr. reglur 775/2015. KGRP fær fjármagn til síns reksturs frá Kirkjugarðaráði, sem útdeilir árlegum greiðslum úr ríkissjóði (kirkjugarðsgjald) til kirkjugarða landsins. Formaður Kirkjugarðaráðs er biskup, eða fulltrúi biskups, og biskup hefur úrslitaatkvæði við ákvarðanatöku í Kirkjugarðaráði, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga 36/1993. Kirkjugarðaráð hefur aðsetur á Biskupsstofu. A. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna ofan á kistugröf ástvinar í kirkjugarði. B. Að bálför lokinni má jarðsetja öskuna í duftreit í kirkjugarði. C. Að bálför lokinni má dreifa öskunni yfir hafi eða óbyggðum (eftir að sótt hefur verið um leyfi til sýslumanns) Þetta er það skipulag sem hefur verið við lýði á Íslandi síðan félagar í Bálfarafélagi Íslands gerðu bálstofuna í Fossvogi að veruleika árið 1948. Og það virðist töluvert kappsmál hjá forstjóra KGRP að sem minnstar breytingar verði gerðar á þessu fyrirkomulagi – séu greinaskrif hans skoðuð síðustu áratugina. Það liggur fyrir að bálstofan í Fossvogskirkjugarði er komin til ára sinna og það þarf að reisa nýja bálstofu á Íslandi. Tré lífsins vill taka við þjónustuhlutverki við bálfarir á Íslandi og bjóða þar með bálfaraþjónustu hjá óháðum aðila, óháð athafnarými og nýjan valmöguleika við greftranir í formi gróðursetningu ösku ásamt tré í Minningagarði. Bálstofan í Fossvogskirkjugarði er vissulega öllum opin og engum er meinaður þar aðgangur. Það var sett sem skilyrði þegar Bálfarafélag Íslands lagði rekstur bálstofunnar í hendur KGRP árið 1948. Ég dreg það ekki í efa í minni grein heldur bendi á nýjan valmöguleika sem hentar betur nútíma samfélagi og tekur tillit til fjölbreytni okkar samfélags, nú þegar dómsmálaráðherra stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun í þessum málum. Starfsemi Trés lífsins mun ekki hamla því að Íslendingar geti valið sér athafnarými fyrir mikilvægar athafnir lífsins, hvort sem það er úti í náttúrunni, í kirkjum eða félagsheimilum trúar- eða lífsskoðunarfélaga sinna. En Tré lífsins mun fjölga valkostunum og huga að fjölbreytileika samfélagsins, umhverfismálum og virðingu fyrir vali einstaklingsins. Mikilvægasta forsenda Trés lífsins er að við höfum raunverulegt val um okkar endanlega hvílustað, og að valið sé okkar. Það er fjarri sanni að í fyrri grein minni sé ég að reyna að koma hugsun inn hjá lesendum að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Hlutirnir eru akkúrat eins og ég hef skrifað og staðfestist það í þessari grein með vísan í lög og nánari útskýringu á Tré lífsins. Verði Tré lífsins að veruleika sjáum við fyrir okkur gott samstarf við öll trúar- og lífsskoðunarfélög landsins, starfsmenn þessara félaga, starfsmenn útfararþjónusta en fyrst og fremst þeirra sem vilja nýta sér þjónustu okkar. Tré lífsins vill veita góða þjónustu á mikilvægum tímamótum í lífi fólks, bæði við gleðistundir og við okkar hinstu kveðjustund. Þess vegna er mikilvægt að nægt val sé í boði fyrir fólk og það geti fléttað saman ólíkum möguleikum eftir eigin höfði – enda erum við hvert með sínu sniði og viljum ólíka hluti. Stærstu spurningunni er enn er ósvarað og hún er þessi: hvers vegna leggja KGRP svo mikla áherslu á að sjá um bálfarir þegar það er ekki þeirra lögbundna hlutverk? Í raun ætti ný bálstofa Trés lífsins að vera mikið fagnaðarefni fyrir KGRP þar sem hún leysir vandamál fyrir KGRP sem gætu þá einbeitt sér að sínu lögbundna hlutverki. Í mínu hjarta er það ótvírætt að óháður aðili ætti að veita bálfaraþjónustu á Íslandi vegna þess hve fjölmenningarlegt samfélagið okkar er orðið og að fleiri valmöguleika er þörf. Ég vona að dómsmálaráðherra verði á sama máli og velji framtíðarsýn sem rúmar okkur öll. Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem finnst mikilvægt að rétt sé rétt og að rétt sé sagt frá.
Kæru kaffistofugestir Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. 23. mars 2022 15:30
Hafa skal það sem sannara reynist Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim. 28. mars 2022 09:30
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun