Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 21:52 Leiðtogar ríkja NATO hittust í Brussel í síðustu viku. AP Photo/Thibault Camus Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín. Leiðtogar NATO-ríkjanna funduðu í Brussel í síðustu viku, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Í frétt Bloomberg af viðræðum sem þar áttu sér stað á milli leiðtoga kemur fram að tvær fylkingar séu að myndast innan bandalagsins um það hvernig best sé að takast á við Pútín til að draga úr átökum í Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, telur til að mynda best að halda viðræðum áfram í von um að hægt sé að semja um vopnahlé. Hægt sé að fá Rússa til að hverfa úr Úkraínu með diplómatískum leiðum. Kollegar Macron í Berlín eru á sömu bylgjulengd ef marka má frétt Bloomberg. „Okkar helsta markmið er að ná að semja um vopnahlé svo að drápin geti hætt,“ sagði Steffen Heibestreit, talsmaður Olaf Scholz Þýskalandskanslara í dag. Leiðtogar Póllands, Bretlands og ríkja Austur-Evrópu, að Ungverjalandi undanskildu, virðast vera á öndverðum meiði samkvæmt frétt Bloomberg, þar sem meðal annars er vísað í skjöl af fundum leiðtoganna. Telja leiðtogar þessara ríkja að sú stefna sem Þjóðverjar og Frakkar vilja setja á oddinn sé ekki til gagns. Efast þeir um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilindum og að hægt verði að semja um ásættanleg frið. Er Andrzej Duda, forseti Póllands, meðal annars hafa spurt kollega sína að því hvort að þeir teldu svo vera að þeir skilmálar sem Pútin hefur boðað í vopnahlésviðræðum væru ásættanlegir. Vopnahlésviðræður á milli Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi á morgun. NATO Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna funduðu í Brussel í síðustu viku, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Í frétt Bloomberg af viðræðum sem þar áttu sér stað á milli leiðtoga kemur fram að tvær fylkingar séu að myndast innan bandalagsins um það hvernig best sé að takast á við Pútín til að draga úr átökum í Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, telur til að mynda best að halda viðræðum áfram í von um að hægt sé að semja um vopnahlé. Hægt sé að fá Rússa til að hverfa úr Úkraínu með diplómatískum leiðum. Kollegar Macron í Berlín eru á sömu bylgjulengd ef marka má frétt Bloomberg. „Okkar helsta markmið er að ná að semja um vopnahlé svo að drápin geti hætt,“ sagði Steffen Heibestreit, talsmaður Olaf Scholz Þýskalandskanslara í dag. Leiðtogar Póllands, Bretlands og ríkja Austur-Evrópu, að Ungverjalandi undanskildu, virðast vera á öndverðum meiði samkvæmt frétt Bloomberg, þar sem meðal annars er vísað í skjöl af fundum leiðtoganna. Telja leiðtogar þessara ríkja að sú stefna sem Þjóðverjar og Frakkar vilja setja á oddinn sé ekki til gagns. Efast þeir um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilindum og að hægt verði að semja um ásættanleg frið. Er Andrzej Duda, forseti Póllands, meðal annars hafa spurt kollega sína að því hvort að þeir teldu svo vera að þeir skilmálar sem Pútin hefur boðað í vopnahlésviðræðum væru ásættanlegir. Vopnahlésviðræður á milli Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi á morgun.
NATO Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14