Sparistellið hennar ömmu Pétur Helgi Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenski fáninn Alþingi Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. En það er einn stór hængur á með þetta annars fína sparistell það má bara nota það á hátíðardögum og þá kannski bara einu sinni eða mest tvisvar á ári á þann 17. júní og þegar eitthvað mjög mikið og stórt stendur til, afi 100 ára eða eitthvað þess háttar stórviðburður. En það er afskaplega sorglegt að geta ekki nýtt og notið oftar þessa fallegu diska og í raun alger synd að geyma svona fallegt stell inní skáp engum til brúks eða ánægju. Sumir segja að þetta sparistell sé svona sérstakt, afþví að það er svo sjaldséð, en ég held ekki. Þegar við erum með nytsaman og ég tala ekki um fallegan dýrgrip eins og sparistellið, þá eigum við að bera það fram eins oft og við getum, þó að það sé nú bara um helgar eða á sunnudögum. Þegar við fáum falleg ný föt, þá klæðum við okkur í þau helst bara næsta dag og líður bara nokkuð vel með okkur. Íslenski fáninn er svolítið eins og sparistellið hennar ömmu, hann á helst bara verið notaður við stórhátíðarbrigði og geymdur ofaní skúffu þess á milli. Honum má ekki flagga eftir sólsetur sem gerir það að verkum að það nennir nánast enginn að flagga honum og í húsagörðum standa einmanna fánastangir sem hafa stundum ekki verið notaðar árum saman. Fyrir framan fyrirtæki og opinberar byggingar standa fánastangar oft í löngum röðum en enginn fáni. Af hverju er þetta? Jú í gildandi fánalögum stendur að ekki megi flagga fánanum eftir sólsetur en ég spyr er er falið eitthvað virðingarleysi í því að flagga ekki fána eftir að sólin er sest? Þessi sömu fánalög tiltaka einnig hvaða daga megi flagga fánanum fyrir framan opinberar byggingar en það eru alveg heilir 12 dagar á ári sem má draga fánann að hún, nema á Föstudaginn langa, þá í hálfa stöng. En vandamálið er einmitt þetta fyrrgreinda það er að þessi sömu fánalög taka til þess að ekki megi flagga þjóðfánanum eftir sólarlag og þannig er lítill sem enginn áhugi eða vilji að flagga að húni nema í besta falli sárafáum fánum fyrir framan eina og eina opinbera byggingu og jafnvel þegar kannski fjórar eða jafnvel sex fánastandir eins og eru við Hallgrímskirkju þá er kannski bara settur fáni í eina flaggstöng og hinar fimm standa berar og fánalausar afþví að það nennir enginn að setja fána í allar þessar stangir bara til þess að þurfa að taka þá alla niður skömmu síðar. Tala nú ekki um á veturnar þegar dagarnir eru styttri, það er varla búið að draga fánann að hún en það þarf að taka hann niður aftur. En í stað þess að fara að skammast í fólki fyrir að nenna ekki að flagga af þessum sökum, þá er kannski auðveldar að breyta þessum löngu úreltu fánalögunum. Í öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og Noreg, Svíþjóð og Danmörku, já og í Bretlandi og Bandaríkjunum og í eiginlega flestum öðrum löndum heimsins nema á Íslandi má flagga alla daga ársins og allan sólarhringinn ef því er að skipta. Fyrir framan opinberar byggingar þessara sömu þjóða blakta þessi sameiningartákn landanna öllum til mikillar prýði og yndisauka. Nú er hún amma búin að erfa þig að sparistellinu. Ætlar þú að loka það inní skáp eingöngu til að safna ryki og engum til gagns eða prýði eða ætlar þú að nýta sparistellið og leyfa öðrum að njóta þess, hvað ætli hún amma þín vildi? Ég segi verum stolt af okkar fallega þjóðfána og flöggum honum sem oftast, mest og best, leggjum niður þessi löngu úreltu og gamaldags fánalög sem eru bara kjánalegur flækjufótur og engum til gagns. Höfundur er nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar