Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 30. mars 2022 16:25 Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni á myndinni hér að neðan eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn. Flugher Svíþjóðar Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira