Vaktin: Selenskí segir rússneska herinn hörfa frá norðurhluta Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 31. mars 2022 23:27 Vólódímír Selenskí telur að rússneski herinn muni sækja enn harðar á öðrum vígstöðum. Getty Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, vera valdaminni mann en hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Hann væri fangi í eigin búri. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að aukin áhersla Rússa á að ná tökum á Donbas-héraði gæti dregið stríðið í Úkraínu á langinn. Þar hefur í raun verið stríð samfleytt undanfarin átta ár og Bandaríkjamenn telja að úkraínskar hersveitir í héraðinu hafi veitt Rússum harða mótspyrnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að hersveitir Rússa séu ekki að hörfa heldur séu Rússar að endurskipuleggja sig. Á sama tíma og Rússar ætli sér að gefa aukinn kraft í sókn þeirra í Donbass, ætli þeir að halda áfram þrýstingi á Úkraínumenn við Kænugarð. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir skipun um að 134.500 ungir menn yrðu kvaddir í rússneska herinn. Um árlegan viðburð er að ræða og halda forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands að herkvaðningin komi innrásinni í Úkraínu ekkert við. Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun um tímabundið vopnahlé í Maríupól í dag til að greiða fyrir rýmingu borgarinnar. Friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram á morgun. Selenskí sagði Úkraínu þurfa aðstoð og vopn. „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði,“ sagði hann. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru sagðar hafa komið hart niður á framleiðslu bifreiða og skriðdreka í Rússlandi. Rúblan hefur náð fyrri styrk en olíuverð lækkað. Líklega má rekja þetta til kröfu Rússa um að fá greitt fyrir orku í eigin gjaldmiðli og til fyrirætlana ráðamanna vestanhafs að ganga á olíubirgðir sínar. Átta rússneskir auðmenn sem eru nú á lista yfir þá sem sæta viðskiptaþvingunum fengu svokallað „gullið vegabréf“ í Bretlandi, eftir að hafa lofað að fjárfesta þar fyrir að minnsta kosti 2 milljónir punda. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, vera valdaminni mann en hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Hann væri fangi í eigin búri. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að aukin áhersla Rússa á að ná tökum á Donbas-héraði gæti dregið stríðið í Úkraínu á langinn. Þar hefur í raun verið stríð samfleytt undanfarin átta ár og Bandaríkjamenn telja að úkraínskar hersveitir í héraðinu hafi veitt Rússum harða mótspyrnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að hersveitir Rússa séu ekki að hörfa heldur séu Rússar að endurskipuleggja sig. Á sama tíma og Rússar ætli sér að gefa aukinn kraft í sókn þeirra í Donbass, ætli þeir að halda áfram þrýstingi á Úkraínumenn við Kænugarð. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir skipun um að 134.500 ungir menn yrðu kvaddir í rússneska herinn. Um árlegan viðburð er að ræða og halda forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands að herkvaðningin komi innrásinni í Úkraínu ekkert við. Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun um tímabundið vopnahlé í Maríupól í dag til að greiða fyrir rýmingu borgarinnar. Friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram á morgun. Selenskí sagði Úkraínu þurfa aðstoð og vopn. „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði,“ sagði hann. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru sagðar hafa komið hart niður á framleiðslu bifreiða og skriðdreka í Rússlandi. Rúblan hefur náð fyrri styrk en olíuverð lækkað. Líklega má rekja þetta til kröfu Rússa um að fá greitt fyrir orku í eigin gjaldmiðli og til fyrirætlana ráðamanna vestanhafs að ganga á olíubirgðir sínar. Átta rússneskir auðmenn sem eru nú á lista yfir þá sem sæta viðskiptaþvingunum fengu svokallað „gullið vegabréf“ í Bretlandi, eftir að hafa lofað að fjárfesta þar fyrir að minnsta kosti 2 milljónir punda. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira