Þegar upp er staðið! Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. apríl 2022 07:01 Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Heilbrigðismál Þórdís Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga. Réttindi til þátttöku Íslenska ríkið hefur staðfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um að öll skuli njóta öryggis og hafa sömu tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Það er því óboðlegt með öllu að stjórnvöld séu ekki komin lengra með að tryggja að fullu mannréttindi fatlaðs fólks.Viðreisn leggur áherslu á að lögfesta samning Sameinu þjóðanna, svo að það megi verða. Fólk með fötlun eða langvinna sjúkdóma fær ekki sömu tækifæri og aðrir, til að vera þátttakendur í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Þátttaka á að vera á þeim forsendum sem hvert og eitt okkar velur fyrir sig. Hafa atvinnutækifæri, aðgengi að menntun og húsnæði svo eitthvað sé nefnt. Fátæktin er líka fylgifiskur margra, sem skerðir enn frekar möguleika til þátttöku á eigin forsendum, því fylgifiskar fátæktar birtast til að mynda í skertri sjálfsmynd og sjálfsvirði. Raunveruleg þátttaka fólks með fötlun er aðkallandi mál og lykilatriði þegar kemur að raunverulegri hagsæld. Þegar velferð allra er tryggð þá erum við sterkara samfélag og þar liggja hin raunverulegu verðmæti - með þátttöku allra. Það dylst engum að margt hefur unnist í rétta átt en enn þá er verk óunnið. Eitt af því er að ríkið hafi gæfu til að standa við samninga og þannig standa með fötluðu fólki og öryrkjum. Það er vanvirðing við fatlað fólk að karpa um ábyrgð og verkakskiptingu í opinberri umræðu í stað þess að beina orku okkar og tíma í að ræða alvöru lausnir. Það liggur skýrt fyrir hvernig þetta á að vera og það er óboðlegt að láta fólk bíða með svikin loforð um líf án aðgreiningar. Hlutverk sveitarfélaga gagnvart ungu fólki Sveitarfélögin hafa líka tækifæri til að gera svo miklu betur í sinni þjónustu. Þau þurfa að fara í grundvallarendurskoðun á þjónustu sinni, af metnaði fyrir nýsköpun. Það þarf að aðlaga úrræði að nútímanum, sérstaklega að ungu fötluðu fólki sem lifir allt aðra tíma en eldra fatlað fólk. Ungt fatlað fólk hafa verið þátttakendur í samfélaginu frá fæðingu, gengið í leikskóla, grunnskóla og ákveðinn hópur útskrifast af starfsbrautum framhaldsskólanna. Kerfin okkar hafa þó sofnað á verðinum þegar kemur að atvinnuþátttöku og hafa ekki tekið þeim gríðarlega mikilvægu breytingum sem hafa orðið á stöðu fatlaðs fólks og réttindum þeirra. Of mörg fötluð ungmenni standa einfaldlega frammi fyrir afar skertum lífsgæðum sem felast í úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til náms, sem og til starfa á vinnumarkaði. Þetta er þrátt fyrir að lög um málefni fatlaðra kveði meðal annars á um forgang fatlaðra einstaklinga í störf hjá ríki og sveitarfélögum, sé hæfni þeirra jöfn eða meiri en annarra umsækjenda. Þegar upp er staðið Við í Viðreisn viljum samfélag með þátttöku allra. Við viljum að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé tryggður. Aðeins þannig sýnum við þá virðingu sem er undirstaða veldsældar fyrir alla.Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun