Kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2022 23:23 Áburðarverksmiðja var starfrækt í Gufunesi í hartnær hálfa öld. Stöð 2/Skjáskot. Ný áburðarverksmiðja gæti risið á Íslandi. Þrjú fyrirtæki, HS Orka, Kaupfélag Skagfirðinga og Fóðurblandan, hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju til framleiðslu á tilbúnum áburði og er stefnt að niðurstöðu í haust. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var fyrsta orkufreka stóriðjan á Íslandi, reist á árunum 1952 til 1954. Samtímis var Írafossvirkjun byggð við Sogið sem þá var stærsta virkjun landsins. Írafossvirkjun í Soginu var byggð á sama tíma og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og mætti orkuþörf hennar.Stöð 2/Einar Árnason. Áburðarverksmiðjan var síðar seld einkaaðilum en áburðarframleiðslu lauk þar árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti verksmiðjusvæðið. Síðan hafa Íslendingar keypt allan sinn áburð frá útlöndum, milli 45 og 50 þúsund tonn á ári, og má áætla að áburðarkaupin kosti þjóðina milli fjóra og fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. En núna hafa þrír aðilar sameinast um að skoða hagkvæmni þess að reisa nýja áburðarverksmiðju á Íslandi. Fulltrúar HS Orku, Kaupfélags Skagfirðinga og Fóðurblöndunnar, dótturfélags KS, undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Áburður hífður á land á Sauðárkróki úr norsku flutningaskipi í marsmánuði 2018.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að sögn talsmanna þeirra liggur ekkert fyrir um hvar verksmiðjan yrði staðsett á landinu. Æskilega staðsetningu segja þeir þó nálægt orkuveri og höfn sem og stærsta markaðssvæðinu, Suðurlandi. Samstarfið felur í sér að kanna framleiðslu áburðar með grænni íslenskri orku fyrir innanlandsmarkað fyrir bændur og aðra sem þarfnast hans til ræktunar. Jafnframt á að kanna hvort raunhæft sé að flytja út áburð á erlenda markaði og er gert ráð fyrir að hagkvæmniathuguninni verði lokið í september á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Orkumál Skagafjörður Stóriðja Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var fyrsta orkufreka stóriðjan á Íslandi, reist á árunum 1952 til 1954. Samtímis var Írafossvirkjun byggð við Sogið sem þá var stærsta virkjun landsins. Írafossvirkjun í Soginu var byggð á sama tíma og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og mætti orkuþörf hennar.Stöð 2/Einar Árnason. Áburðarverksmiðjan var síðar seld einkaaðilum en áburðarframleiðslu lauk þar árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti verksmiðjusvæðið. Síðan hafa Íslendingar keypt allan sinn áburð frá útlöndum, milli 45 og 50 þúsund tonn á ári, og má áætla að áburðarkaupin kosti þjóðina milli fjóra og fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. En núna hafa þrír aðilar sameinast um að skoða hagkvæmni þess að reisa nýja áburðarverksmiðju á Íslandi. Fulltrúar HS Orku, Kaupfélags Skagfirðinga og Fóðurblöndunnar, dótturfélags KS, undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Áburður hífður á land á Sauðárkróki úr norsku flutningaskipi í marsmánuði 2018.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að sögn talsmanna þeirra liggur ekkert fyrir um hvar verksmiðjan yrði staðsett á landinu. Æskilega staðsetningu segja þeir þó nálægt orkuveri og höfn sem og stærsta markaðssvæðinu, Suðurlandi. Samstarfið felur í sér að kanna framleiðslu áburðar með grænni íslenskri orku fyrir innanlandsmarkað fyrir bændur og aðra sem þarfnast hans til ræktunar. Jafnframt á að kanna hvort raunhæft sé að flytja út áburð á erlenda markaði og er gert ráð fyrir að hagkvæmniathuguninni verði lokið í september á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Orkumál Skagafjörður Stóriðja Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10
Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun