Lífið

Seldu í borginni og fluttu alfarið í sumarbústaðinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þóra flutti í sveitina ásamt eiginmanni sínum.
Þóra flutti í sveitina ásamt eiginmanni sínum.

Lögfræðingurinn Þóra Jónsdóttir og eiginmaður hennar Eggert Þór Jónssson fluttu alfarið í sumarbústaðinn þeirra rétt fyrir utan Reykjavík.

Vala Matt heimsótti þau hjónin á dögunum og ræddi þessa breytingu á lífi þeirra en þá má segja að það hafi allt gjörbreyst þegar þau ákváðu að flytja í sumarhúsið.

Þau losnuðu við stressið og álag of mikillar vinnu. Í kjölfarið stofnaði Þóra Hæglætishreyfinguna Slow Living.

Hjónin losuðu sig við heila búslóð og nú nýtur fjölskyldan lífsins í sveitinni en keyrir til Reykjavíkur reglulega í vinnuna.

Þau byrjuðu á að búa í smá sumarhúsi en hafa nú byggt við það mjög fallega litla viðbyggingu.

„Ég gat ekki hugað mér að fara til baka í borgina þegar ég var komin hingað. Við hjónin tókum þá ákvörðun að þetta væri það sem við vildum,“ segir Þóra sem starfar sem lögfræðingur hjá Barnaheill.

„Við sáum einnig fram á að það að geta losað okkur við húsnæðisskuldir og gera þessa eign það góða svo við gætum búið allt árið um kring hér.“

Hún segir að ef hún hefði ekki fundið leið út úr spennunni og streytunni þá hefði hún að öllum líkindum dottið inn í kulnum.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Klippa: Fluttu alfarið í sumarbústaðinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×