Eiga von á sjöunda barninu: „Blessun á þessum óvissutímum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. apríl 2022 11:31 Hilaria og Alec Baldwin hafa verið gift frá árinu 2012 og eiga saman sex börn. Getty/Mike Coppola Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans Hilaria Baldwin eiga von á sínu sjöunda barni saman. Þau deildu tíðindunum með fallegu myndbandi á Instagram þar sem mátti sjá foreldrana tilkynna systkinahópnum um nýju viðbótina sem væntanleg er í haust. „Við töldum okkur viss um það að fjölskylda okkar væri fullkomnuð og því er þetta mjög svo óvænt ánægja,“ segir Hilaria í tilkynningunni. Fjölskyldan hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarna mánuði eftir að Alec Baldwin varð leikstjóranum Halynu Hutchins að bana þegar hann hleypti fyrir slysni af skotvopni við tökur á kvikmyndinni Rust. Fjölskylda Hutchins lagði í febrúar fram kæru á hendur Baldwin fyrir morð af gáleysi. View this post on Instagram A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) „Þetta nýja barn er afar ljós punktur í lífi okkar - blessun og gjöf á þessum óvissutímum,“ segir í tilkynningunni. Alec og Hilaria giftu sig árið 2012 og eiga þau saman sex börn á aldrinum eins árs til átta ára. Þá hafa hjónin einnig talað opinskátt um fósturmissi en þau misstu fóstur í tvígang árið 2019. Barnið mun vera áttunda barn Alec, því hann á 26 ára gamla dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Kim Bassinger. Hér má sjá hjónin með barnahópinn.Getty/Jamie McCarthy Ástin og lífið Tímamót Hollywood Tengdar fréttir Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
„Við töldum okkur viss um það að fjölskylda okkar væri fullkomnuð og því er þetta mjög svo óvænt ánægja,“ segir Hilaria í tilkynningunni. Fjölskyldan hefur gengið í gegnum erfiða tíma undanfarna mánuði eftir að Alec Baldwin varð leikstjóranum Halynu Hutchins að bana þegar hann hleypti fyrir slysni af skotvopni við tökur á kvikmyndinni Rust. Fjölskylda Hutchins lagði í febrúar fram kæru á hendur Baldwin fyrir morð af gáleysi. View this post on Instagram A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) „Þetta nýja barn er afar ljós punktur í lífi okkar - blessun og gjöf á þessum óvissutímum,“ segir í tilkynningunni. Alec og Hilaria giftu sig árið 2012 og eiga þau saman sex börn á aldrinum eins árs til átta ára. Þá hafa hjónin einnig talað opinskátt um fósturmissi en þau misstu fóstur í tvígang árið 2019. Barnið mun vera áttunda barn Alec, því hann á 26 ára gamla dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Kim Bassinger. Hér má sjá hjónin með barnahópinn.Getty/Jamie McCarthy
Ástin og lífið Tímamót Hollywood Tengdar fréttir Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27