Virkni er velferð Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 1. apríl 2022 11:30 Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu. Virkni Komið var á Virknihúsi sem heldur utanum fjölmörg úrræði á vegum borgarinnar fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð og atvinnu- og virknimiðlun sem hefur það hlutverk að skapa störf og um leið halda vel utan um fólkið sem fær störfin. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið grípi það fólk sem dettur af vinnumarkaði eða á erfitt með að komast inn á hann. Þau þurfa einstaklingsbundna sérhæfða aðstoð, stuðning og tækifæri til að komast í virkni eða vinnu, með því að byggja sig upp og öðlast trú á eigin getu, eftir oft röð hafnanna á vinnumarkaði eða í menntakerfinu. Vinna Markviss atvinnu- og virknimiðlun skilaði 240 tímabundnum ráðningum á 18 mánuðum og 72% þeirra sem fengu vinnu hafa ekki snúið tilbaka á fjárhagsaðstoð eftir að tímabundinni ráðningu lauk, sem er mjög gleðilegt svo þessi tími styrki þau og auki möguleika þeirra í framtíðinni. Stór hluti fólks sem fær fjárhagsaðstoð hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, eiga litla eða enga atvinnusögu, eru nýflutt til landsins þ.m.t flóttamenn sem eru að hefja nýtt líf hér á landi. Því höfum við ákveðið að samþætta starfsemi atvinnu- og virknimiðlunar og Virknihúss næstu 2 ár til að ná að styðja sem flesta í vinnu. Við munum sérstaklega beina sjónum okkar að ungu fólki og flóttafólki. Tækifæri Þetta er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem Reykjavík veitir nú þegar þessum hóp fólks. Nú eru um 280 manns í úrræðum Virknihússins sem bíða frekari tækifæra í samfélaginu til að láta til sín taka á vinnumarkaði eða í námi og yfir 100 í starfi með stuðningi sem ég vil sjá fá tækifæri á almennum vinnumarkaði sem allra fyrst. Meginmarkmið velferðarstefnu Reykjavíkur er að auka lífsgæði íbúa og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Þessar markvissu aðgerðir til að styðja fólk í vinnu og virkni eru liður í því að tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Félagsmál Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu. Virkni Komið var á Virknihúsi sem heldur utanum fjölmörg úrræði á vegum borgarinnar fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð og atvinnu- og virknimiðlun sem hefur það hlutverk að skapa störf og um leið halda vel utan um fólkið sem fær störfin. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið grípi það fólk sem dettur af vinnumarkaði eða á erfitt með að komast inn á hann. Þau þurfa einstaklingsbundna sérhæfða aðstoð, stuðning og tækifæri til að komast í virkni eða vinnu, með því að byggja sig upp og öðlast trú á eigin getu, eftir oft röð hafnanna á vinnumarkaði eða í menntakerfinu. Vinna Markviss atvinnu- og virknimiðlun skilaði 240 tímabundnum ráðningum á 18 mánuðum og 72% þeirra sem fengu vinnu hafa ekki snúið tilbaka á fjárhagsaðstoð eftir að tímabundinni ráðningu lauk, sem er mjög gleðilegt svo þessi tími styrki þau og auki möguleika þeirra í framtíðinni. Stór hluti fólks sem fær fjárhagsaðstoð hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, eiga litla eða enga atvinnusögu, eru nýflutt til landsins þ.m.t flóttamenn sem eru að hefja nýtt líf hér á landi. Því höfum við ákveðið að samþætta starfsemi atvinnu- og virknimiðlunar og Virknihúss næstu 2 ár til að ná að styðja sem flesta í vinnu. Við munum sérstaklega beina sjónum okkar að ungu fólki og flóttafólki. Tækifæri Þetta er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem Reykjavík veitir nú þegar þessum hóp fólks. Nú eru um 280 manns í úrræðum Virknihússins sem bíða frekari tækifæra í samfélaginu til að láta til sín taka á vinnumarkaði eða í námi og yfir 100 í starfi með stuðningi sem ég vil sjá fá tækifæri á almennum vinnumarkaði sem allra fyrst. Meginmarkmið velferðarstefnu Reykjavíkur er að auka lífsgæði íbúa og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Þessar markvissu aðgerðir til að styðja fólk í vinnu og virkni eru liður í því að tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun