Réðst á konu eftir aðgerð og veittist svo að föður hennar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 15:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi eystra sætir þriggja mánaða nálgunarbanni en hann er grunaður um að hafa beitt konu ofbeldi eftir að hún gekkst undir aðgerð. Þegar faðir konunnar reyndi að tala um fyrir manninum er hann sagður hafa veist að föðurnum. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum. Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að karlmaðurinn skildi sæta nálgunarbanni næstu þrjá mánuðina. Í greinargerð Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er haft eftir konunni að hún hafi farið í aðgerð á dögunum. Ekki kemur fram í úrskurði Landsréttar hver tengsl konunnar og karlmannsins hafi verið. Flest bendir til þess að þau hafi átt í ástarsambandi þó það sé ekki sagt beinum orðum. Eftir að hún hafi komið heim hafi henni liðið illa og þess vegna lagst í rúm sitt. Þá hafi karlmaðurinn byrjað að rífa af henni sængina, snúa henni að sér og rífa í hana en við það hafi farið að blæða úr skurðinum. Þá hafi karlmaðurinn tekið um báðar axlir hennar, dregið hana fram úr rúminu og niður á gólfið, dregið hana stutta vegalengd eftir gólfinu til að tuska hana til, eins og það er orðað í greinargerð lögreglu. Hann hafi stigið með öðrum fæti ofan á bringu hennar og háls, tekið hana hálstaki tvisvar, kýlt hana í brjóstið og hægri öxl. Þá hafi hann ýtt með höfði sínu í skurðsárið. Við það hafi konan barið frá sér og lamið í karlmanninn, bæði í höfuð og aftan á herðar hans. Á þessu hafi gengið í rúman sólarhring en á endanum hafi hún flúið heimilið ásamt dóttur sinni og leitað til föður síns. Síðar sama dag hafi feðginin farið saman að ræða við karlmanninn. Faðirinn hafi viljað tryggja öryggi dóttur sinnar. Karlmaðurinn hafi verið á heimili konunnar, reiðst henni og veist að föður hennar. Komið hafi til átaka þeirra á milli. Dómstólar litu til þess að karlmaðurinn var í fyrra dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás á konuna með því að hafa ráðist að henni og snúið niður í gólfið þannig að hún hafi rekið höfuðið í timburhillu í herberginu. Svo hafi hann tekið hana hálstaki og hert að. Karlmaðurinn játaði sök í málinu. Bæði héraðsdómur og svo Landsréttur féllust á kröfu lögreglu um nálgunarbann. Karlmanninum er meinað að koma nær heimili konunnar en sem nemur 25 metrum. Þá má hann ekki setja sig í samband við hana, hvorki á almannafæri né eftir öðrum leiðum.
Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira