Rauða fjöðrin og hundar sem eru ekki gæludýr Anna Lára Steindal skrifar 2. apríl 2022 09:00 Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Dýr Hundar Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun