Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2022 10:00 Katla er í einlægu viðtali um föðurmissinn í nýjasta þættinum af Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Helgi Ómars „Það sem ég mæli með fyrir alla sem þurfa að ganga í gegnum þetta er að tala opinskátt um hlutina,“ segir Katla Njálsdóttir Þórudóttir. Hún missti föður sinn Njál Þórðarson aðeins sextán ára gömul eftir mjög stutta og erfiða baráttu við krabbamein. „Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fokk ég er með krabbamein Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
„Það sem ég er svo þakklát fyrir er að foreldrar mínir hafi verið alveg hreinskilin, það var ekki verið að sykurhúða neitt,“ segir Katla í viðtali hjá Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þessi upprennandi leik- og söngkona vakti mikla athygli fyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni á dögunum. Í þættinum talar hún opinskátt um þessa erfiðu lífsreynslu. Upplýst allan tímann Þær systurnar fengu að vera inni í samtalinu alveg frá fyrsta degi, deginum sem hann greindist með krabbamein. „Þau sögðu okkur alltaf stöðuna og við vissum alltaf hvað var í gangi.“ Fjölskyldan tæklaði veikindin með húmorinn að vopni, en Katla viðurkennir að það hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var samt þakklát fyrir að ekkert hafi verið falið og allt hafi verið uppi á borðinu. Átti hún löng samtöl við pabba sinn þar sem hún fékk að spyrja allra þeirra spurninga sem henni lágu á hjarta. „Þó að ég hafi ekki verið undirbúin þegar hann dó, að af því að ég var upplýst allan tímann vissi ég alltaf í hvað stefndi.“ Viðtalið við Kötlu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum talar hún á sinn einlæga hátt um það hvernig það er að missa foreldri úr lífsógnandi sjúkdómi, hvernig það er að takast á við sorgina og hvað situr eftir. „Þetta hverfur aldrei þetta sár.“ Hún ræðir þar meðal annars atvikið í Söngvakeppninni, þegar Björg Magnúsdóttir kom með athugasemdina um hálsmenið með hring föður Kötlu. Hálsmenið er hún alltaf með um hálsinn. Klippa: 5. Ég er stelpan sem missti pabba sinn Varð dofin í líkamanum Í viðtalinu segir Katla frá því að hún var stödd í kórferðalagi á Ítalíu þegar faðir hennar lést. Móðir hennar sagði henni frá þessum fréttum í gegnum símann á þriðja degi ferðarinnar. „Ég finn fyrir doða í líkamanum,“ segir Katla um tilfinninguna á meðan hún beið eftir því að heyra af hverju móðir hennar vildi tala við hana í síma þennan morgunn. „Hún sagði pabbi í gær var orðinn rosa hress og alveg farinn að tala skýrt og líða betur og við vorum hjá honum, en svo hrakaði honum í nótt og hann dó í morgunn og við vorum öll hjá honum. Ég man bara að hún sagði við vorum öll hjá honum, en nei við vorum það ekki. Ég var ekki hjá honum. Það var leiðinlegt.“ Katla er þakklát fyrir það að æskuvinkonur hennar voru í þessu kórferðalagi og gátu gripið hana á þessu augnabliki. Þær föðmuðust og grétu saman á hótelherberginu. „Þetta var sárt en samt svo fallegt,“ útskýrir Katla. „Þetta var falleg stund.“ Hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein er framleitt af Krafti í samstarfi með Vísi og birtist nýr þáttur vikulega. Eldri þætti má hlusta á hér á Vísi, á vefsíðu Kraft og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fokk ég er með krabbamein Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein