Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. apríl 2022 14:30 Kosningaplaköt í París. CHESNOT/GETTY IMAGES Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira