Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 16:30 Fjöldagrafir við kirkju í miðbæ Bucha. AP Photo/Rodrigo Abd Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. Við vörum við öllu myndefni sem finna má í fréttinni, líka því sem fylgir samfélagsmiðlafærslum. ússneskar hersveitir hörfuðu frá Bucha á fimmtudag en höfðu haft þar viðveru frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar. Strax og úkraínski herinn komst aftur inn í bæinn fóru myndir af líkum, sem legið hafa á strætum bæjarins, að birtast í fjölmiðlum. Myndirnar sýna meðal annars lík fólks með hendur bundnar fyrir aftan bak og fréttamenn Reuters, AP og AFP hafa greint frá því að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin í höfuðið. Búið er að grafa fjöldagrafir við kirkju í miðborginni svo hægt sé að jarðsetja líkin. Lík liggja á víð og dreif um Bucha eftir brotthvarf Rússa. Hér má sjá lík manns sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar hann var tekinn af lífi.AP Photo/Vadim Ghirda Selenskí skrifaði á Facebook fyrr í dag að Atlantshafsbandalagið hefði getað komið í veg fyrir þetta á fundi í Búkarest fyrir fjórtán árum síðan. Rússneskar mæður hafi þá alið upp morðingja, ræningja og slátrara. Vitali Klitschko borgarstjóri Kænugarðs er þá staddur í Bucha og birti hann þaðan myndband af sér með yfirlýsingu: Þetta er þjóðarmorð. This is Genocide.#Genocide #FreeUkraine #StandWithUkraine #StopTheWar #Ukraine pic.twitter.com/NfLePlWhIl— Klitschko (@Klitschko) April 3, 2022 Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur sakað Rússa um stríðsglæpi í Bucha. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sjá myndir af ódæðinu hafa verið eins og að vera kýldur í magann. Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Evrópusambandsins hafa þá gagnrýnt Rússa harðlega vegna frétta frá Bucha og utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands heitið því að lönd þeirra muni styðja við rannsókn Stríðsglæpadómstólins á meintum stríðsglæpum Rússa. One of the mass graves in Bucha. We saw civilians’ bodies littered in the streets and dumped behind buildings. Most with gunshot wounds to the head. Some with their hands tied behind their backs. Evidence of war crimes that took place during the Russian occupation of the town. pic.twitter.com/opXA7QtTg9— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) April 3, 2022 Bæjarstjóri Bucha hefur sagt að meira en 300 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi á þeim mánuði sem Rússar höfðu yfirráð í bænum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir úkraínska herinn bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha, bæ rétt fyrir utan Kænugarð. Rússar vilja meina að hermenn þeirra hafi ekki skaðað einn einasta almenna borgara. https://t.co/pSzLDArmPq— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) April 3, 2022 Rússar hafa haft yfirráð yfir bænum frá upphafi innrásarinnar 24. febrúar þar til á fimmtudag, 31. mars. Rússar segja að myndir af líkum almennra borgara, sem lágu á víð og dreif um bæinn, beri þess merki að þeir hafi verið myrtir eftir brotthvarf Rússa á fimmtudag. Þessi yfirlýsing er ekki sú fyrsta af þessum toga en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á mannfalli og árásum, sem allt bendir til að Rússar hafi framið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Við vörum við öllu myndefni sem finna má í fréttinni, líka því sem fylgir samfélagsmiðlafærslum. ússneskar hersveitir hörfuðu frá Bucha á fimmtudag en höfðu haft þar viðveru frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar. Strax og úkraínski herinn komst aftur inn í bæinn fóru myndir af líkum, sem legið hafa á strætum bæjarins, að birtast í fjölmiðlum. Myndirnar sýna meðal annars lík fólks með hendur bundnar fyrir aftan bak og fréttamenn Reuters, AP og AFP hafa greint frá því að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin í höfuðið. Búið er að grafa fjöldagrafir við kirkju í miðborginni svo hægt sé að jarðsetja líkin. Lík liggja á víð og dreif um Bucha eftir brotthvarf Rússa. Hér má sjá lík manns sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar hann var tekinn af lífi.AP Photo/Vadim Ghirda Selenskí skrifaði á Facebook fyrr í dag að Atlantshafsbandalagið hefði getað komið í veg fyrir þetta á fundi í Búkarest fyrir fjórtán árum síðan. Rússneskar mæður hafi þá alið upp morðingja, ræningja og slátrara. Vitali Klitschko borgarstjóri Kænugarðs er þá staddur í Bucha og birti hann þaðan myndband af sér með yfirlýsingu: Þetta er þjóðarmorð. This is Genocide.#Genocide #FreeUkraine #StandWithUkraine #StopTheWar #Ukraine pic.twitter.com/NfLePlWhIl— Klitschko (@Klitschko) April 3, 2022 Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur sakað Rússa um stríðsglæpi í Bucha. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sjá myndir af ódæðinu hafa verið eins og að vera kýldur í magann. Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Evrópusambandsins hafa þá gagnrýnt Rússa harðlega vegna frétta frá Bucha og utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands heitið því að lönd þeirra muni styðja við rannsókn Stríðsglæpadómstólins á meintum stríðsglæpum Rússa. One of the mass graves in Bucha. We saw civilians’ bodies littered in the streets and dumped behind buildings. Most with gunshot wounds to the head. Some with their hands tied behind their backs. Evidence of war crimes that took place during the Russian occupation of the town. pic.twitter.com/opXA7QtTg9— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) April 3, 2022 Bæjarstjóri Bucha hefur sagt að meira en 300 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi á þeim mánuði sem Rússar höfðu yfirráð í bænum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir úkraínska herinn bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha, bæ rétt fyrir utan Kænugarð. Rússar vilja meina að hermenn þeirra hafi ekki skaðað einn einasta almenna borgara. https://t.co/pSzLDArmPq— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) April 3, 2022 Rússar hafa haft yfirráð yfir bænum frá upphafi innrásarinnar 24. febrúar þar til á fimmtudag, 31. mars. Rússar segja að myndir af líkum almennra borgara, sem lágu á víð og dreif um bæinn, beri þess merki að þeir hafi verið myrtir eftir brotthvarf Rússa á fimmtudag. Þessi yfirlýsing er ekki sú fyrsta af þessum toga en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á mannfalli og árásum, sem allt bendir til að Rússar hafi framið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira