Kópavogur á að gera okkur auðveldara að lifa umhverfisvænum lífsstíl Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 4. apríl 2022 07:01 Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar