Ný hugsun, nýr heimur Karólína Helga Símonardóttir skrifar 4. apríl 2022 10:30 Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum. Þessi breytti veruleiki þýðir að sveitarfélög þurfa að vera leiðandi í því að búa til jarðveg og skapa aðstöðu fyrir þekkingariðnað og nýsköpun. Jafnframt þarf að vinna í því að gera bæjarrýmið aðlaðandi og áhugavert í öllum hverfum bæjarins. Þekking og nýsköpun krefst ekki stórra innviðafjárfestinga, en geta skapað miklar tekjur og eru því að mörgu leiti ódýr fjárfesting með mikla tekjumöguleika og því það sem á ensku kallast „no-brainer“. Af hverju er þá lítið búið að hlúa að þessum málaflokki í Hafnarfirði síðustu árin? Sennilega vegna þess að þetta er flókinn málaflokkur sem passar illa inn í kerfin sem við höfum búið okkur til í dag. Kerfi sem þarf að umturna og endurskoða að öllu leiti. Við í Viðreisn ætlum að breyta þessu og gera þekkingu og nýsköpun að helstu atvinnugrein Hafnarfjarðar. Við viljum vera í fararbroddi með því að koma á laggirnar þekkingarklasa í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki, einstaklingar og allir þeir sem skilgreina sig sem frumkvöðla geta fengið tækifæri til að vaxa og dafna. Við viljum einnig vera í fararbroddi þegar kemur að skipulagningu á bæjarrýminu. Við viljum búa til aðlaðandi og gönguvænt umhverfi þar sem fólk fær tækifæri til að spegla vinnu sína og hugmyndir með öðrum, grípa kaffibolla, borða saman og kaupa í matinn án þess að keyra yfir í næsta bæjarfélag. Við ætlum að láta kerfin vinna fyrir okkur en ekki okkur vinna fyrir kerfin. Meiri Viðreisn þýðir meiri tækifæri, meiri lífsgæði og meiri gleði Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum. Þessi breytti veruleiki þýðir að sveitarfélög þurfa að vera leiðandi í því að búa til jarðveg og skapa aðstöðu fyrir þekkingariðnað og nýsköpun. Jafnframt þarf að vinna í því að gera bæjarrýmið aðlaðandi og áhugavert í öllum hverfum bæjarins. Þekking og nýsköpun krefst ekki stórra innviðafjárfestinga, en geta skapað miklar tekjur og eru því að mörgu leiti ódýr fjárfesting með mikla tekjumöguleika og því það sem á ensku kallast „no-brainer“. Af hverju er þá lítið búið að hlúa að þessum málaflokki í Hafnarfirði síðustu árin? Sennilega vegna þess að þetta er flókinn málaflokkur sem passar illa inn í kerfin sem við höfum búið okkur til í dag. Kerfi sem þarf að umturna og endurskoða að öllu leiti. Við í Viðreisn ætlum að breyta þessu og gera þekkingu og nýsköpun að helstu atvinnugrein Hafnarfjarðar. Við viljum vera í fararbroddi með því að koma á laggirnar þekkingarklasa í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki, einstaklingar og allir þeir sem skilgreina sig sem frumkvöðla geta fengið tækifæri til að vaxa og dafna. Við viljum einnig vera í fararbroddi þegar kemur að skipulagningu á bæjarrýminu. Við viljum búa til aðlaðandi og gönguvænt umhverfi þar sem fólk fær tækifæri til að spegla vinnu sína og hugmyndir með öðrum, grípa kaffibolla, borða saman og kaupa í matinn án þess að keyra yfir í næsta bæjarfélag. Við ætlum að láta kerfin vinna fyrir okkur en ekki okkur vinna fyrir kerfin. Meiri Viðreisn þýðir meiri tækifæri, meiri lífsgæði og meiri gleði Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar