Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2022 12:59 Eins hryllilegar og myndirnar frá Bucha eru, þá hafa margir miðlar eflaust ákveðið að sýna ekki þær allra verstu. Á þeim má sjá höfuðlaus lík, brotnar höfuðkúpur og líkamsparta teygja sig úr plastpokum eða jörðinni. epa/Atef Safadi Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira