Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:52 Lauren Handy fyrir utan heimilið sitt í Washington. Skjáskot Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof. Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof.
Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira