Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:52 Lauren Handy fyrir utan heimilið sitt í Washington. Skjáskot Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof. Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof.
Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira